Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 07:34 Mikið var um dýrðir í Washington-borg við valdatöku Trump 20. janúar 2017. Um kvöldið var fjöldi veislna og viðburða til að fagna tímamótunum. Vísir/EPA Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00