Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:30 Stone líkti eftir Nixon þegar hann yfirgaf dómshúsið í dag. Hann hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum klækjaref sem nærist á hatri pólitískra andstæðinga. AP/Lynne Sladky Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni FBI í morgun segist Roger Stone, vinur og bandamaður Donalds Trump forseta til fjölda ára, ekki ætla að bera vitni gegn forsetanum og lýsir yfir sakleysi sínu. Stone er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og að reyna að hafa áhrif á framburð vitnis. Vopnaðir alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída fyrir sólarupprás í morgun. Stone var því næst leiddur fyrir dómara þar sem honum var kynnt ákæra í sjö liðum. Honum var sleppt gegn 250.000 dollara tryggingu. Stone er gefið að sök að hafa logið um samskipti sín við uppljóstranavefinn Wikileaks og æðstu stjórnendur forsetaframboðs Trump árið 2016. Fyrir utan dómshúsið í Fort Lauderdale líkti Stone eftir Richard Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, baðaði út báðum höndum og gerði sigurtákn með tveimur fingrum, að sögn Washington Post. Stone vann að endurkjöri Nixon þegar Watergate-hneykslið sem felldi forsetann komst upp og er með húðflúr af andliti Nixon á herðunum. „Ég ætla að lýsa yfir sakleysi gagnvart þessum ákærum. Ég mun sigrast á þeim fyrir dómi,“ sagði Stone fyrir framan hóp fréttamanna, stuðningsmanna og andstæðinga.Ætlar ekki að bera „ljúgvitni“ Hvíta húsið hefur þvegið hendur sínar af Stone, sem vann formlega og óformlega fyrir forsetaframboð Trump á sínum tíma. Segir það ákæruna gegn Stone ekkert tengjast Trump forseta. Undir það tók Stone fyrir utan dómshúsið. „Þær kringumstæður eru ekki til þar sem ég mun bera ljúgvitni gegn forsetanum og ég mun ekki skálda upp lygar til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér. Ég hlakka til að fá fulla og algera uppreist æru,“ fullyrti Stone. „Ég ber ekki vitni gegn forsetanum vegna þess að þá þyrfti ég að bera ljúgvitni,“ sagði hann ennfremur.New York Times segir að ákæran gegn Stone sé skýrasta tengingin fram til þessa á milli framboðs Trump og birtingar Wikileaks á tölvupóstum Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar stálu og komu framboði Hillary Clinton illa. Samskiptin sem lýst sé í ákærunni á milli Stone, háttsettra stjórnenda framboðsins og aðila með tengsl við Wikileaks bendi til þess að framboðið hafi reynt að fá upplýsingar um hvenær frekari skaðlegra upplýsingaleka um Clinton væri von. Þær tilraunir hafi farið að stað eftir að böndin voru tekin að berast að rússneskum hökkurum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00