Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira