Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Sýknaðir í hópnauðgunarmáli

Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Að­koma stúlkunnar með símann „sví­virði­leg“

Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 

Innlent
Fréttamynd

Tíu ára fangelsi fyrir mann­drápið við Fjarðar­kaup

Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi

Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Bændahjón ótta­slegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“

Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Kú­vending í dómsal: „Þetta hefur verið al­gjör sirkus“

Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Burðar­dýr dæmt fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur

Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lykla­maðurinn á Akur­eyri dæmdur fyrir rúðu­brot á Kaffi Lyst

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Telja að dómarinn sé van­hæfur

Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í bætur eftir upp­sögn í skugga ein­eltis­máls

Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns.

Innlent
Fréttamynd

Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi

Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent
Fréttamynd

Leita réttar síns vegna að­farar sýslu­manns í gær

Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 

Innlent
Fréttamynd

Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur

Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar.

Innlent