Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 14:13 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira