Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Jón Þór Stefánsson skrifar 4. desember 2024 16:11 Steina Árnadóttir var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur sýndi af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti næringardrykk upp í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað. Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað.
Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24