
Valskonur fá bandarískan markvörð í stað Söndru
Bandaríski markvörðurinn Kelly Rowswell er genginn í raðir Vals frá Orlando Pride. Rowswell er ætlað að leysa Söndru Sigurðardóttur af hólmi sem lagði hanskana á hilluna í síðasta mánuði.
Bandaríski markvörðurinn Kelly Rowswell er genginn í raðir Vals frá Orlando Pride. Rowswell er ætlað að leysa Söndru Sigurðardóttur af hólmi sem lagði hanskana á hilluna í síðasta mánuði.
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna.
Brenna Lovera, einn af betri framherjum Bestu deildarinnar í fótbolta síðustu ár, er farinn frá Selfossi til bandaríska félagsins Chicago Red Stars.
„Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta.
Selfoss hefur ákveðið að senda tvo leikmenn sem áttu að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar heim á leið. Um er að ræða framherjann Mallory Olsson og markvörðinn Amöndu Leal.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum.
Stjarnan hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Þór/KA í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Stjarnan úr öllum sínum spyrnan á meðan Þór/KA brenndi af einni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Selfoss hefur fengið framherjann Emelíu Óskarsdóttur á láni frá Kristianstad út tímabilið.
„Þetta er að byrja. Besta deildin, síson tvö. Reddí?“ segir Jón Jónsson í upphafi nýrrar og bráðfyndinnar auglýsingar úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar fyrir Bestu deildina í fótbolta. Auglýsinguna má nú sjá á Vísi.
Selfoss vann 4-1 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna á Selfossi í kvöld.
Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar.
Mikenna McManus hefur gert samkomulag við Þrótt um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.
Haley Lanier Berg spilar með Valskonum í Bestu deild kvenna í sumar og hún var ekki lengi að koma sér á blað.
Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar.
Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna sömdu í dag við tvo leikmenn. Um er að ræða hina bandarísku Haley Lanier Berg sem og hina efnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur.
Breiðablik og ÍBV mætast tvívegis í Lengjubikarnum í fótbolta í dag og báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Betur fór en á horfðist þegar knattspyrnukonan Katrín Ásbjörndóttir meiddist á hné í leik með Breiðablik gegn Stjörnunni í Lengjubikar kvenna síðastliðinn föstudag.
Þróttur Reykjavík hefur sótt miðvörð fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sú heitir Mikenna McManus og kemur frá Bandaríkjunum.
Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023.
Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu á Instagram í dag.
Skiptar skoðanir eru um flóðlýsingarskyldu á heimvöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kostnaður af því að uppfylla kröfurnar getur numið um 100 milljónum króna á hvern völl.
Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni.
Heimavellir allra liða í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta á Íslandi verða vel flóðlýstir og með ljósleiðaratengingu innan 1-3 ára samkvæmt tillögum sem kosið verður um á ársþingi KSÍ á Ísafirði um helgina.
Stjarnan hefur fengið unglingalandsliðskonuna Eyrúnu Völu Harðardóttur til liðs við sig fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna í fótbolta.
Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Þróttar á KR í Lengjubikar kvenna um helgina en þetta var síðasti leikurinn hennar fyrir fyrsta verkefni sitt með A-landsliðinu.
Keflavíkurkonur verða með finnskan meistara í markinu sínu í Bestu deildinni í sumar.
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir hneykslismál í bandaríska fótboltanum hafi haft sitt að segja þegar hún tók ákvörðun að snúa heim til Íslands.
Norðankonur hófu Lengjubikarinn af miklum krafti.
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur samið við hina bandarísku Caeley Lordemann um að leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar.