„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira