Hanna er 29 ára Þjóðverji sem spilaði með Val í fyrrasumar en kom hingað fyrst til ÍBV fyrir 2020 tímabilið.
Hanna var í byrjunarliði Vals í fyrstu fjórum umferðunum í fyrra eða þangað til hún sleit krossband í leik á móti Stjörnunni. Hún spilaði skiljanlega ekki meira á leiktíðinni.
Hanna hefur spilað 54 leiki í efstu deild á Íslandi fyrir Val og ÍBV og er með 4 mörk og 4 stoðsendingar í þeim.
Hún lék með Kvarnsveden í Svíþjóð áður en hún kom til Íslands og spilaði þar áður í Kansas háskólanum.