Stjörnukonan verður heiðruð í Kanada í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Erin McLeod hefur átt langan og flottan feril. Getty/Jeremy Reper Stjörnukonan Erin McLeod er á leiðinni heim til Kanada í jólamánuðinum og fær að upplifa þar mjög sérstaka stund. Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira