Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Possessjón, obsessjón bolti

Fyrir hartnær 1000 árum var sama tungumál talað um alla Norður-Evrópu. Grannþjóðirnar fóru snemma að einfalda hlutina, breyta málfræðinni og sleppa flókinni fallbeygingu.

Bakþankar
Fréttamynd

Gamlársdagur

Jæja, gott fólk. Á miðnætti í kvöld rennur upp nýtt ár og við kveðjum hið frábæra 2015. Engin ástæða er þó til að ætla að næsta ár verði ekki jafn gott eða ennþá betra. Við getum til dæmis huggað okkur við það að núverandi ríkisstjórn mun ekki kveðja okkur fyrr enn á þarnæsta ár

Bakþankar
Fréttamynd

Samvisku skotið upp

Ég var búin að gíra mig upp í reiðilestur yfir réttlætiskórnum sem gubbar einradda vandlætingu með reglulegu millibili. Þessa dagana snýst það um flugeldasölu. Maður er nefnilega bæði hjartalaus og gráðugur ef maður kaupir ekki flugelda af björgunarsveitinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Starfsmaður ársins

Ákvörðunin að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi þessi jólin var skemmtileg. Þangað fór ég einu sinni með krökkunum og gekk svo margoft framhjá og sá aðra eiga góða stund. Starfsfólkið við svellið var afar almennilegt og tók vinnu sína alvarlega, hvort sem var á opnunartíma eða eftir lokun.

Bakþankar
Fréttamynd

Þetta verður allt í lagi

Á meðan sumir stóðu í biðröð til þess að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina nenntu aðrir ekkert að pæla í henni. Svo er það þriðji hópurinn. „Ég hef ekki séð eina einustu Star Wars–mynd,“ segja þau stolt eins og um mikið afrek sé að ræða.

Bakþankar
Fréttamynd

Afmæli Frelsarans

Segjum sem svo að Jesús myndi loksins mæta í afmælið sitt, þessi jól. Hvað myndi hann segja? Eða hvað myndum við segja við hann? - Hey, Jesús. Hérna, ekki vera reiður. En skólabörn eru hætt að syngja lög um þig í desember.

Bakþankar
Fréttamynd

Njóta

Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð.

Bakþankar
Fréttamynd

Veröld a la Arnarnes

Eitt hádegishléið ætlaði ég að fara að rífa í mig samloku á torgi í Malaga þegar geitungur mikill kemur aðvífandi og ætlaði að deila henni með mér. Varð ég reiður mjög og lamdi til þess röndótta en án árangurs.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólaraunir

Ég er í sambúð með manni sem er svo yndislegur og góður en einn galla hefur hann. Hann er nefnilega þannig gerður að þegar hann langar í eða vantar eitthvað spænir hann af stað med det samme og kaupir það sjálfur. Þetta er hreinasta helvíti fyrir velgjörðarfólk hans, mig og mína vönduðu tengdamóður

Bakþankar
Fréttamynd

Engar framfarir á 30 árum

Tilkynning frá Póstinum: "Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila í síðasta lagi 16. desember.“ Já, þannig hljómaði auglýsing frá pósthúsinu á Akureyri sem birtist í blaði þar í bæ árið 1987. Það ár var aðfangadagur á fimmtudegi, eins og í ár. En hver var þá seinasti skiladagur póstkorta í ár?

Bakþankar
Fréttamynd

Níski nasistinn

Í mínum vinahóp finnast margir kynlegir kvistir. Einn vina minna þykir reyndar algerlega sér á báti.

Bakþankar
Fréttamynd

Andrés og Jón

Talsvert hefur borið á að landsmenn eigi erfitt með að átta sig á söguþræði, aðalpersónum og framvindu í einu vinsælasta jóla-laginu, Jólasveinar einn og átta. Hér verður ykkur rétt hjálparhönd í þeim efnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólasveinninn kemur í kvöld

Hvernig veit jólasveinninn að ég er stelpa?“ spurði fimm ára Elsa María eftir eina af skógjöfum liðinna daga. Systkinin eru ekkert lítið spennt fyrir komu jólasveinanna þrettán. Dagurinn hefst á umræðum um þann sem kom og lýkur á pælingum um þann sem er á leiðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Bensín á aðventunni

Bíllinn minn fær litla ást. Eða hann fær mikið af fallegum hugsunum og þakklæti í hjarta en það er eitthvað minna um að ástin sé sýnd í verki. Sem ku ekki vera farsæl formúla í nánum samböndum. Að þrífa bíl. Óhæf. Að fara með hann á réttum

Bakþankar
Fréttamynd

Einn er ómissandi

Jósef Tító var ástsæll leiðtogi Júgóslavíu í áratugi. Hann sagði skömmu áður en hann dó að allt mundi fara til andskotans þegar hann væri allur. Eftir andlát Títós klofnaði Júgóslavía í ótal smáríki með tilheyrandi ófriði og þjáningum. Sama sagði Nikolaj Ceaus­escu Rúmeníuforseti.

Bakþankar
Fréttamynd

Ofbeldisbörn

Varð óvart vitni að prívatsamtali tveggja manneskja á götuhorni um daginn. Setningarnar sem flugu á milli voru upp á líf og dauða. – Hvað gerist ef ég sting þessu í hjartað á þér? – Ég dey! Ég dey strax. Þetta voru tvö börn. Annað þeirra þungvopnað. Lúffuklæddar hendur kreistu risavaxið grýlukerti.

Bakþankar
Fréttamynd

Hreint Ísland

Að undanförnu hef ég spáð í að stofna framboð fyrir næstu þingkosningar. Pólítískt bakland "Hreins Íslands“ yrði á svipuðum slóðum og bakland Le Pen, Svíþjóðardemókrata og líklegs forsetaframbjóðanda sem nú þegar strýkur boga sínum yfir strengi fordóma

Bakþankar
Fréttamynd

Kári, Stormur og Diddú

Ég held við ættum því bara að vera þakklát. Enda sýnist mér að fæstir hafi nú tapað á þessum óveðursaðvörunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Dularfullir náttfarar

Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir.

Bakþankar
Fréttamynd

Grýlukerti í hausinn

Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt.

Bakþankar
Fréttamynd

Klink með skilyrðum

Eflaust var góð meining á bak við frístundastyrki sveitarfélaga. En lokaniðurstaðan er samt sú að búið er að hólfa höfuðborgarsvæðið niður í eins konar tollsvæði með frístundir. Þeir sem starfa með krökkum þurfa nú ekki bara að sannfæra foreldra

Bakþankar
Fréttamynd

Af rökum

Að vilja ekki deila samfélagi með manneskju sem aðhyllist ekki sömu trúarbrögð og þú er eins og að gera þá kröfu að manneskjan sem situr við hliðina á þér í bíó gangi út úr salnum með nákvæmlega sömu skoðanir og þú á myndinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvítar lygar

Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Svefninn mikli

Stóran hluta skólagöngu minnar átti ég við mikið vandamál að stríða. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða jarðfræðitíma í dimmum sal hjá Guðbjarti pabba hans Lækna-Tómasar í MR eða í vega- og flugvallagerð í verkfræðinni. Alltaf sótti svefninn að mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Að ala upp klámkynslóð

Eftir umræðuna síðustu vikur um mikilvægi þess að fá já í kynlífi hef ég hugsað mikið til unglinganna okkar og klámvæðingarinnar sem tröllríður hinum sítengdu snjallsímum

Bakþankar
Fréttamynd

Stunginn grís

Hann er 43 ára gamall, einhleypur og býr hjá móður sinni. Þrátt fyrir að vera atvinnulaus og þar af leiðandi heima allan daginn hjálpar hann aldrei til við heimilisstörfin.

Bakþankar
Fréttamynd

Örlagaríkar fimm mínútur

Ég ræddi á dögunum við miðaldra, mæðulegan mann um heilsufarssögu hans. "Læknirinn sem skar mig fyrir nokkrum árum sagði að það hefði engu munað að ég týndi lífinu. Hefði hann komið fimm mínútum seinna væri ég ekki í tölu lifenda.“

Bakþankar
Fréttamynd

Reiði og réttarríki

Því var mótmælt í gær að dómskerfið væri vanhæft í kynferðisbrotamálum. Ég skil að margir séu reiðir. Ég staldra þó við umræðu sem fer geyst um netheima, til dæmis um að kveðinn hafi verið upp rangur sýknudómur yfir nokkrum drengjum.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvítt fólk

Pælið í ef það væru til samtök hvíts fólks sem hataði aðra kynþætti. Samtökin væru rótgróin og saga þeirra blóði drifin, þó þau væru kannski ekki jafn öfgafull í aðgerðum sínum í dag eins og áður. Samtökin myndu kenna sig við trúarbrögð og réttlæta ömurlegar gjörðir sínar þannig að þau væru í einhvers konar heilagri vegferð.

Bakþankar