Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar 13. september 2025 16:01 Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun