Æðruleysi 2016 María Elísabet Bragadóttir skrifar 6. janúar 2016 07:00 Hingað til hafa tímamót einkennst af svæsnum aðskilnaðarótta hjá mér. Kaupi hugmyndir um breytingar treglega. Mér fannst gamla árið fínt og ætti því að vera á varðbergi gagnvart 2016. Engin trygging er fyrir því að leiðin liggi ekki niður á við. Lengi getur vont versnað. Hef auðvitað verið gunga frá fyrstu tíð. Óttaðist allt sem barn. Flugelda, grasorma, ryksugur, afturgöngur og vatnsrennibrautir. Með árunum vitkaðist ég og ótti minn margfaldaðist og dýpkaði. Óttaðist unglinga, svifryksmengun, krabbamein, teflonpönnur, náttúruhamfarir og örbylgjuhitaðan mat. Heyrði því fleygt að það væru eitraðar plastagnir í tannkremi. Skemmst er frá því að segja að nöturleg leikslok verða eflaust ekki umflúin. Hef ævinlega stigið varlega til jarðar því ég veit að tilveran er jarðsprengjusvæði. Hvar svo sem ég drep niður fæti blasa hætturnar við. Nú hefur óttinn hins vegar þrýst mér að endimörkum sínum. Með heimsendaþef í vitunum. Kemst ekki lengra og útiloka því ekki að hin frumstæða hræðsla víki fyrir einhverju öðru. Til dæmis auðmýkt og æðruleysi gagnvart hnignandi siðmenningu og endalokum alls. Áður fyrr hefði ég verið friðlaus af ótta yfir geigvænlegri þróun. Á nálum yfir því að allir flytu hraðbyri sofandi að feigðarósi með engar vekjaraklukkur stilltar. En nú yppi ég öxlum. Dælið svifryki í lungun mín og mokið eitruðu tannkremi í augun á mér! Stingið mér í örbylgjuna þess vegna! Ég teygi mig þá bara í fiðluna. Munda bogann og nýt þess að finna hitann frá eldhafinu verma kinnarnar. Fylgist með logunum sleikja húsveggina og horfi á gervalla borgina brenna. Á meðan sarga ég fiðluna af einhverju sem enginn myndi kalla list en einhver myndi kannski kalla æðruleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun
Hingað til hafa tímamót einkennst af svæsnum aðskilnaðarótta hjá mér. Kaupi hugmyndir um breytingar treglega. Mér fannst gamla árið fínt og ætti því að vera á varðbergi gagnvart 2016. Engin trygging er fyrir því að leiðin liggi ekki niður á við. Lengi getur vont versnað. Hef auðvitað verið gunga frá fyrstu tíð. Óttaðist allt sem barn. Flugelda, grasorma, ryksugur, afturgöngur og vatnsrennibrautir. Með árunum vitkaðist ég og ótti minn margfaldaðist og dýpkaði. Óttaðist unglinga, svifryksmengun, krabbamein, teflonpönnur, náttúruhamfarir og örbylgjuhitaðan mat. Heyrði því fleygt að það væru eitraðar plastagnir í tannkremi. Skemmst er frá því að segja að nöturleg leikslok verða eflaust ekki umflúin. Hef ævinlega stigið varlega til jarðar því ég veit að tilveran er jarðsprengjusvæði. Hvar svo sem ég drep niður fæti blasa hætturnar við. Nú hefur óttinn hins vegar þrýst mér að endimörkum sínum. Með heimsendaþef í vitunum. Kemst ekki lengra og útiloka því ekki að hin frumstæða hræðsla víki fyrir einhverju öðru. Til dæmis auðmýkt og æðruleysi gagnvart hnignandi siðmenningu og endalokum alls. Áður fyrr hefði ég verið friðlaus af ótta yfir geigvænlegri þróun. Á nálum yfir því að allir flytu hraðbyri sofandi að feigðarósi með engar vekjaraklukkur stilltar. En nú yppi ég öxlum. Dælið svifryki í lungun mín og mokið eitruðu tannkremi í augun á mér! Stingið mér í örbylgjuna þess vegna! Ég teygi mig þá bara í fiðluna. Munda bogann og nýt þess að finna hitann frá eldhafinu verma kinnarnar. Fylgist með logunum sleikja húsveggina og horfi á gervalla borgina brenna. Á meðan sarga ég fiðluna af einhverju sem enginn myndi kalla list en einhver myndi kannski kalla æðruleysi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun