Framkvæmda-ógleði Berglind Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Milli þess sem ég skelli uppúr yfir skoðunum fólks á listamannalaunum og lifi mínu eðlilega lífi vinn ég hörðum höndum að því að gera upp nýju íbúðina mína. Eða þið vitið, fylgist með smiðunum gera það. Ég hef aldrei átt íbúð áður en ég keypti nýlega ógeðslega ljóta íbúð á mjög lítinn pening og er að eyða mjög miklum pening í að gera hana sæta. Allt í einu snýst líf mitt um múr, fúgur, flísar, plötur og deildir innan Byko. Það versta við þessar framkvæmdir er að ég skil aldrei hvað er í gangi og veit ekki hvað neitt heitir. Alltaf þegar ég mæti á svæðið eru iðnaðarmennirnir á fullu að gera eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að þyrfti að gera. Ég hélt (vonaði) að þeir myndu bara mála yfir allt sem væri ljótt og ég gæti flutt inn nokkrum dögum síðar. En nei, það þarf að kaupa rör, múra veggi, kaupa lista og leggja leiðslur sem mig óraði ekki fyrir. Og svo senda þeir mig út í búð. Ég held stundum að þeir leiki sér að því að biðja mig að kaupa eitthvað sem er ekki til, því í hvert sinn sem ég geri mér ferð í verslanirnar, sem eru allar nefndar eftir einhverjum mönnum (S. Helgason, Ísleifur Jónsson, Þ. Þorgrímsson, Kalli Kallason) tekur á móti mér starfsmaður sem skilur ekkert hvað ég er að tala um.Já daginn, ég átti að kaupa hérna eitt spliff.SPLIFF?Ha? Já, er það ekki til?Jújú, hvernig spliff?Eeeeee. Og svo þurfa þeir að vita hvort ég vildi hvítt eða svart og á endanum líður yfir mig. Svo ranka ég við mér, kaupi vitlaust spliff og þarf að fara aðra ferð í búðina að fá rétt. Ég hlakka mjög til þess að eiga notalegar stundir í nýju íbúðinni, en aðallega hlakka ég til að það renni upp laugardagur sem ég þarf ekki að eyða í flísabúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Milli þess sem ég skelli uppúr yfir skoðunum fólks á listamannalaunum og lifi mínu eðlilega lífi vinn ég hörðum höndum að því að gera upp nýju íbúðina mína. Eða þið vitið, fylgist með smiðunum gera það. Ég hef aldrei átt íbúð áður en ég keypti nýlega ógeðslega ljóta íbúð á mjög lítinn pening og er að eyða mjög miklum pening í að gera hana sæta. Allt í einu snýst líf mitt um múr, fúgur, flísar, plötur og deildir innan Byko. Það versta við þessar framkvæmdir er að ég skil aldrei hvað er í gangi og veit ekki hvað neitt heitir. Alltaf þegar ég mæti á svæðið eru iðnaðarmennirnir á fullu að gera eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að þyrfti að gera. Ég hélt (vonaði) að þeir myndu bara mála yfir allt sem væri ljótt og ég gæti flutt inn nokkrum dögum síðar. En nei, það þarf að kaupa rör, múra veggi, kaupa lista og leggja leiðslur sem mig óraði ekki fyrir. Og svo senda þeir mig út í búð. Ég held stundum að þeir leiki sér að því að biðja mig að kaupa eitthvað sem er ekki til, því í hvert sinn sem ég geri mér ferð í verslanirnar, sem eru allar nefndar eftir einhverjum mönnum (S. Helgason, Ísleifur Jónsson, Þ. Þorgrímsson, Kalli Kallason) tekur á móti mér starfsmaður sem skilur ekkert hvað ég er að tala um.Já daginn, ég átti að kaupa hérna eitt spliff.SPLIFF?Ha? Já, er það ekki til?Jújú, hvernig spliff?Eeeeee. Og svo þurfa þeir að vita hvort ég vildi hvítt eða svart og á endanum líður yfir mig. Svo ranka ég við mér, kaupi vitlaust spliff og þarf að fara aðra ferð í búðina að fá rétt. Ég hlakka mjög til þess að eiga notalegar stundir í nýju íbúðinni, en aðallega hlakka ég til að það renni upp laugardagur sem ég þarf ekki að eyða í flísabúð.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun