
Biljónsdagbók 17.6.2007
Þegar Öxar við ána reif í sundur morgunkyrrðina við East Meadow Manor í Surrey, og Dow Jones stóð í 13.424,39 þegar ég tipplaði út á grasbalann og dró íslenska fánann að húni. Mér finnst það partur af samfélagslegri ábyrgð að halda upp á daginn. Ég er nú einu sinni frá þessari eyju þó að ég sé auðvitað orðinn 83% glóball.