Reyklaus barlómur 1. júní 2007 06:00 Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykingamaðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reykingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nytsama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húmanistar" og eru vinsælir álitsgjafar og pistlahöfundar. Til marks um píslarvættið sem þessi „félagslega útskúfaði hópur" telur sig þurfa aða þola af völdum bannsins eru dramatískar upphrópanir um forræðishyggju og Hitlerslög. Líklega hefði Orwell heimtað að drifskafti yrði stungið í líkkistu sína hefði hann grunað að í framtíðinni myndi grátkór reykingamanna vísa í 1984 til að mótmæla hófsömum skorðum á því hvar fámennur hópur geti fengið útrás fyrir áunna fíkn sína; þennan viðbjóðslega ósið sem veldur öllum í grenndinni ómældum ama. Puh segi ég, já puh. Dæmin sem reykingapakkið notar ömurlegum málstað sínum til stuðnings eru mörg hver kostuleg. Sessunautur minn, að jafnaði kýrskýr ung kona hvers æskublómi og rökhugsun hafa þó sölnað eftir ellefu ára tóbaksfíkn, hefur kastað fram sumum af mínum uppáhalds...öh, „röksemdum". Ein sú frumlegasta er á þá leið að um leið og tóbaksreyksins njóti ekki við muni allir skemmtistaðir landsins fyllast af mannaþef. Nú er vissulega ósanngjarnt að ætla reykingafólki svo stórt að baða sig reglulega. En sá sem er slíkur skunkur að ekkert nema eitraður, illþefjandi tóbaksreykur dugir til að kæfa dauninn af honum á við annað og stærra vandamál að etja en reykingabann. Ég reyki ekki og ég ilma vel. Mér er ekki síður dillað yfir innantómum hótunum reykingamanna um að barirnir muni tæmast eftir að reykbannið tekur gildi. Þeir hafa einfaldlega ekki staðfestu til að fylgja þeirri hótununni. Hefðu þeir hana væru þeir löngu hættir að reykja. Einhver mótmælti reykingabanninu í mín eyru á þeim makalausu forsendum að um leið og hyskið fengi ekki að svæla sínar sígarettur á veitingahúsum færi það beinustu leið heim og spúði óværunni yfir börnin sín. Þarna er reykingasubbunum rétt lýst. Víla ekki fyrir sér að spilla heilsu eigin barna til að fá skammtinn sinn. Stór hluti af fróun reykingamanna virðist reyndar fólginn í því að eitra andrúmsloft annarra. Nei, það er óþarfi að kenna í brjósti um reykingamenn. Það mun síst skorta á reykinn þar sem þeir enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykingamaðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reykingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nytsama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húmanistar" og eru vinsælir álitsgjafar og pistlahöfundar. Til marks um píslarvættið sem þessi „félagslega útskúfaði hópur" telur sig þurfa aða þola af völdum bannsins eru dramatískar upphrópanir um forræðishyggju og Hitlerslög. Líklega hefði Orwell heimtað að drifskafti yrði stungið í líkkistu sína hefði hann grunað að í framtíðinni myndi grátkór reykingamanna vísa í 1984 til að mótmæla hófsömum skorðum á því hvar fámennur hópur geti fengið útrás fyrir áunna fíkn sína; þennan viðbjóðslega ósið sem veldur öllum í grenndinni ómældum ama. Puh segi ég, já puh. Dæmin sem reykingapakkið notar ömurlegum málstað sínum til stuðnings eru mörg hver kostuleg. Sessunautur minn, að jafnaði kýrskýr ung kona hvers æskublómi og rökhugsun hafa þó sölnað eftir ellefu ára tóbaksfíkn, hefur kastað fram sumum af mínum uppáhalds...öh, „röksemdum". Ein sú frumlegasta er á þá leið að um leið og tóbaksreyksins njóti ekki við muni allir skemmtistaðir landsins fyllast af mannaþef. Nú er vissulega ósanngjarnt að ætla reykingafólki svo stórt að baða sig reglulega. En sá sem er slíkur skunkur að ekkert nema eitraður, illþefjandi tóbaksreykur dugir til að kæfa dauninn af honum á við annað og stærra vandamál að etja en reykingabann. Ég reyki ekki og ég ilma vel. Mér er ekki síður dillað yfir innantómum hótunum reykingamanna um að barirnir muni tæmast eftir að reykbannið tekur gildi. Þeir hafa einfaldlega ekki staðfestu til að fylgja þeirri hótununni. Hefðu þeir hana væru þeir löngu hættir að reykja. Einhver mótmælti reykingabanninu í mín eyru á þeim makalausu forsendum að um leið og hyskið fengi ekki að svæla sínar sígarettur á veitingahúsum færi það beinustu leið heim og spúði óværunni yfir börnin sín. Þarna er reykingasubbunum rétt lýst. Víla ekki fyrir sér að spilla heilsu eigin barna til að fá skammtinn sinn. Stór hluti af fróun reykingamanna virðist reyndar fólginn í því að eitra andrúmsloft annarra. Nei, það er óþarfi að kenna í brjósti um reykingamenn. Það mun síst skorta á reykinn þar sem þeir enda.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun