Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar 3. október 2025 08:31 Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun