Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifa 2. október 2025 12:45 Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun