7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. október 2025 07:32 Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2026 Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Viska skorar á stjórnvöld að framlengja almennu heimildina út 2026 hið minnsta meðan unnið er að heildarendurskoðun eigendastuðnings á Íslandi. Mikilvægur skattaafsláttur og helmingur eigendastuðnings Frá 2014 hefur skattaafsláttur og tilsvarandi húsnæðisstuðningur vegna almennu heimildarinnar numið um 90 milljörðum króna alls á verðlagi ársins 2025 – þar af um 7 milljörðum á árinu 2025. Þetta eru peningar sem íslensk heimili hafa nýtt til að lækka skuldsetningu sína. Sé gert ráð fyrir sömu nýtingu á árinu 2026 mun afnámið því kosta heimilin um 7 milljarða króna, í formi tapaðs skattaafsláttar, sem líta má á sem ígildi skattahækkana. Rétt er að benda að þessi tapaði skattaafsláttur er sambærilegur við skattahækkunina sem felst í endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis á árinu 2026. Afnám almenna úrræðisins ,um helmings eigendastuðnings á Íslandi, gerir vonda stöðu í húsnæðismálum þá enn verri því eigendastuðningur á Íslandi er nú þegar mjög lágur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Framlengja, endurskoða og afnema skattleysi á margar íbúðir Að mati Visku er óhjákvæmilegt að stjórnvöld framlengi áðurnefnt úrræði hið minnsta út árið 2026 á meðan eigendastuðningur hins opinbera er tekinn til endurskoðunar. Samhliða ættu stjórnvöld að beita sér af krafti fyrir aðgerðum sem auka framboð íbúðarhúsnæðis fyrir almenning ekki fjárfesta, t.a.m. með því að koma böndum á skammtímaleigu til ferðamanna og afnema skattleysi á söluhagnað þeirra sem eiga margar íbúðir. Bendir Viska á þá einstöku staðreynd að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis á Íslandi er skattfrjáls hafi aðili átt hina seldu eign í full tvö ár og ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis er undir 600 m3 hjá einstaklingi. Jafngildir það skattleysi á þrjár 70-80 fermetra íbúðir miðað við venjulega lofthæð svo dæmi séu tekin. Það skýtur skökku við að fyrri stjórnvöld skuli hafa valið að ýta undir fasteignaverð á Íslandi með skattleysi til þeirra sem eiga margar íbúðir, þegar húsnæðisvandi unga fólksins er sögulegur og mun bara aukast á næstu árum. Þessu til frekari glöggvunar bendum við á umfjöllun Visku um kynslóðaójöfnuð. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar