Úkraínu stillt upp við vegg
Tillögur Bandaríkjastjórnar að friði í Úkraínu jafngilda tillögum að uppgjöf fyrir Rússum að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Hann bindur vonir við að leiðtogum Evrópu og Úkraínu takist að móta gagntillögur en málið var í brennidepli á fundi leiðtoga G20 ríkjanna í dag.