Ekkert eldgos á morgun
Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir það kærkomna hvíld fyrir allt það frábæra björgunarfólk sem hefur staðið vaktina í sjálfboðavinnu frá því gosið hófst. Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. Ekkert slíkt mál kom upp í dag.