„Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2026 13:17 Snorri Másson og Jens Garðar Helgason. Í bakgrunni má sjá Ragnar Þór Ingólfsson Flokki fólksins. Jens Garðar er nú, meðal annars, sakaður um að vera kominn í sóðalega keppni um atkvæði við Snorra Másson, sem einnig hefur fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum. vísir/vilhelm Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. Vísir greindi í gærkvöldi frá skoðanaskiptum á þinginu þar sem frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna var til umræðu. Jens Garðar velti þar upp spurningunni hvort ekki væri tímabært að huga að því hvenær Palestínumenn sneru til baka, heim í friðinn, til að taka þátt í uppbyggingarstarfinu. „Ég velti því fyrir mér, virðulegur forseti, en hvað með Palestínu? þá Palestínumenn sem hafa komið hér. Nú er kominn friður í Palestínu. Það er verið að skipa svokallaða uppbyggingarnefnd fyrir Gasa. Er ekki kominn tími á að þeir Palestínumenn sem hingað komu fari heim aftur til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan þar? Og vonandi kemst friður fljótlega á í Úkraínu,“ sagði Jens meðal annars við það tækifæri. Segja má að andskotinn hafi orðið laus á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Jens Garðar fékk það óþvegið og rigndi ókvæðisorðum yfir stjórnmálamanninn. Egill Helgason sjónvarpsmaður er einn þeirra sem taldi málflutninginn vafasaman: „Mikið er leiðinlegt að heyra fólk tala úr ræðustóli Alþingis um hluti sem það hefur ekki vit á eða hefur ekki nennt að kynna sér. Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“ Vitgrannur óþverri Egill varaði við illmælgi, í það minnsta á sinni síðu, en allt kemur fyrir ekki. Björn B. Björnsson sakaði Jens um rasisma, hreinan og kláran, Pálmi Gunnarsson sagði augljóst að Jens viti ekkert í sinn haus, Gauti B. Eggertsson taldi dapurlegt að sjá helstu stjórnmálaflokka landsins elta Miðflokk í von um atkvæði, Björgvin G. Sigurðsson sagði þetta andstyggilegt, Kristín Þorsteinsdóttir spurði hvort maðurinn væri bilaður, Guðný Benediktsdóttir sagði engan skort á ógeðslegu fólki, Gunnhild Hatlemark Qyahals sagði Jens útlendingahatara af verstu sort, Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði ummælin fullkomlega ömurleg og Þórir Ólafsson spurði hver í ósköpunum væri svona fávís og illa innrættur að kjósa svona lélegt eintak á þing. Þannig gengur dælan á Facebook-síðu Egils Helgasonar: Jens Garðar segist ekki vera búinn að lesa öll ummælin en þau komi úr gamalkunnri átt. Ofmælt væri að segja hann mjög skekinn. Jens Garðar vonast eftir vitrænni umræðu, það sé að komast á friður í Palestínu og við eigum ekki að vera svona hrædd við að taka umræðuna. „Nú eru, samkvæmt dómsmálaráðherra, um 950 umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Palestínu á Íslandi. Mér finnst ekkert óeðlilegt, í ljósi þess að stríðinu er lokið og ekki eru allir staðir í Palestínu ófriðlegir, það er til að mynda ekki ófriður á Vesturbakkanum, að við veltum því fyrir okkur hvort ekki sé kominn tími til að huga að því að Palestínumenn komist aftur til sín heima.“ Ekki bara Kumbaja í Sýrlandi Jens Garðar segir að hann hafi ekki séð neinn verða vitlaus vegna ummæla dómsmálaráðherra, eða hann hafi ekki séð það, sem tók undir að það væri tímabært að senda Sýrlendinga heim aftur. Jens Garðar er ekki mjög skekinn eftir skell sem hann hefur fengið úr átt sem hann segir gamalkunna og vekur á því athygli að hann hafi einnig fengið jákvæð viðbrögð úr öðrum áttum.vísir/vilhelm „Ekki eins og það sé bara „kumbaja“ í Sýrlandi. Ég er ekki að segja að þetta þurfi að gerast á morgun en við hljótum að taka umræðuna. Hvenær komast Palestínumennirnir heim? Til að taka þátt í uppbyggingarstarfinu.“ En komu þessi miklu viðbrögð honum á óvart? Jens Garðar vill halda því til haga að hann hafi einnig fengið mikil og sterk jákvæð viðbrögð og að hann vilji taka umræðuna upp úr hinum pólaríseraða farvegi. „Að það sé einhver hópur sem vill ekki taka þessa umræðu, tjahh, hvert er planið með að hjálpa þessu fólki að komast heim til sín aftur? Og þegar friður kemst á í Úkraínu, er óeðlilegt að við tökum þá umræðu; hvernig við viljum hjálpa því fólki að komast aftur til sín heima? Verða viðbrögðin þá þau sömu?“ spyr Jens Garðar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Vísir greindi í gærkvöldi frá skoðanaskiptum á þinginu þar sem frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna var til umræðu. Jens Garðar velti þar upp spurningunni hvort ekki væri tímabært að huga að því hvenær Palestínumenn sneru til baka, heim í friðinn, til að taka þátt í uppbyggingarstarfinu. „Ég velti því fyrir mér, virðulegur forseti, en hvað með Palestínu? þá Palestínumenn sem hafa komið hér. Nú er kominn friður í Palestínu. Það er verið að skipa svokallaða uppbyggingarnefnd fyrir Gasa. Er ekki kominn tími á að þeir Palestínumenn sem hingað komu fari heim aftur til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan þar? Og vonandi kemst friður fljótlega á í Úkraínu,“ sagði Jens meðal annars við það tækifæri. Segja má að andskotinn hafi orðið laus á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Jens Garðar fékk það óþvegið og rigndi ókvæðisorðum yfir stjórnmálamanninn. Egill Helgason sjónvarpsmaður er einn þeirra sem taldi málflutninginn vafasaman: „Mikið er leiðinlegt að heyra fólk tala úr ræðustóli Alþingis um hluti sem það hefur ekki vit á eða hefur ekki nennt að kynna sér. Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“ Vitgrannur óþverri Egill varaði við illmælgi, í það minnsta á sinni síðu, en allt kemur fyrir ekki. Björn B. Björnsson sakaði Jens um rasisma, hreinan og kláran, Pálmi Gunnarsson sagði augljóst að Jens viti ekkert í sinn haus, Gauti B. Eggertsson taldi dapurlegt að sjá helstu stjórnmálaflokka landsins elta Miðflokk í von um atkvæði, Björgvin G. Sigurðsson sagði þetta andstyggilegt, Kristín Þorsteinsdóttir spurði hvort maðurinn væri bilaður, Guðný Benediktsdóttir sagði engan skort á ógeðslegu fólki, Gunnhild Hatlemark Qyahals sagði Jens útlendingahatara af verstu sort, Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði ummælin fullkomlega ömurleg og Þórir Ólafsson spurði hver í ósköpunum væri svona fávís og illa innrættur að kjósa svona lélegt eintak á þing. Þannig gengur dælan á Facebook-síðu Egils Helgasonar: Jens Garðar segist ekki vera búinn að lesa öll ummælin en þau komi úr gamalkunnri átt. Ofmælt væri að segja hann mjög skekinn. Jens Garðar vonast eftir vitrænni umræðu, það sé að komast á friður í Palestínu og við eigum ekki að vera svona hrædd við að taka umræðuna. „Nú eru, samkvæmt dómsmálaráðherra, um 950 umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Palestínu á Íslandi. Mér finnst ekkert óeðlilegt, í ljósi þess að stríðinu er lokið og ekki eru allir staðir í Palestínu ófriðlegir, það er til að mynda ekki ófriður á Vesturbakkanum, að við veltum því fyrir okkur hvort ekki sé kominn tími til að huga að því að Palestínumenn komist aftur til sín heima.“ Ekki bara Kumbaja í Sýrlandi Jens Garðar segir að hann hafi ekki séð neinn verða vitlaus vegna ummæla dómsmálaráðherra, eða hann hafi ekki séð það, sem tók undir að það væri tímabært að senda Sýrlendinga heim aftur. Jens Garðar er ekki mjög skekinn eftir skell sem hann hefur fengið úr átt sem hann segir gamalkunna og vekur á því athygli að hann hafi einnig fengið jákvæð viðbrögð úr öðrum áttum.vísir/vilhelm „Ekki eins og það sé bara „kumbaja“ í Sýrlandi. Ég er ekki að segja að þetta þurfi að gerast á morgun en við hljótum að taka umræðuna. Hvenær komast Palestínumennirnir heim? Til að taka þátt í uppbyggingarstarfinu.“ En komu þessi miklu viðbrögð honum á óvart? Jens Garðar vill halda því til haga að hann hafi einnig fengið mikil og sterk jákvæð viðbrögð og að hann vilji taka umræðuna upp úr hinum pólaríseraða farvegi. „Að það sé einhver hópur sem vill ekki taka þessa umræðu, tjahh, hvert er planið með að hjálpa þessu fólki að komast heim til sín aftur? Og þegar friður kemst á í Úkraínu, er óeðlilegt að við tökum þá umræðu; hvernig við viljum hjálpa því fólki að komast aftur til sín heima? Verða viðbrögðin þá þau sömu?“ spyr Jens Garðar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira