Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2026 15:57 Ólafur Adolfsson vildi meina að Inga Sæland væri sjúk í að láta mynda sig við skóflustungur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Það eitt skýrði hvers vegna málefni aldraðra væru allt í einu komin hjá barnamálaráðherra. Kristrún sagði Ingu hafa unnið þrekvirki í uppbyggingu dvalarheimila. vísir/vilhelm Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu áðan en hann hjólaði í Flokk fólksins. Áður hafði Sigríður Andersen Miðflokki spurt Kristrúnu út í sama atriði en hún gat ekki fengið það út að þetta stæðist lög og stjórnarskrá. Ekki var annað á Ólafi að skilja en að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri óð í að láta mynda sig við að taka að taka skóflustungur – öðruvísi væri ekki hægt að skilja tilfærslu á verkefnum innan ríkisstjórnarinnar. Ólafur talaði um vandræðagang ríkisstjórnarinnar og hringlandahátt, að hún virtist engan enda ætla að taka og málefni aldraðra virtust nýjasta axarskaft hennar. „Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að klippa í sundur ábyrgðina á málefnum aldraðra með því að færa afmarkaðan hluta hennar frá félags- og húsnæðismálaráðherra til barna- og menntamálaráðherra, málefnasviðs hvers hefur merkilegt nokk ekkert með aldraða að gera. Stjórn, skipulag og stefnumótun verður áfram á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra, sem og öll önnur þjónusta fyrir aldraða, nema það eitt að byggja hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.“ Vilji nást á mynd við að klippa á borða Hér er Ólafur að tala um Ingu Sæland sem er barna- og menntamálaráðherra. Hann segir engin rök hafa verið færð fyrir þessari ákvörðun. Hún hafi augljóslega … „hefur engan annan tilgang en að gera nýjum barna- og menntamálaráðherra áfram kleift að nást á mynd við að klippa á borða við opnum hjúkrunarheimila.“ Ólafur spurði, líkt og Sigríður, í framhaldi þessa hvaða rök hafi legið að baki þessari tilfærslu á málefnum hjúkrunarheimila innan ríkisstjórnarinnar og hvernig það samræmist lögum og stjórnarskrá að ráðherra fari með tiltekið málefni án þess að bera ábyrgð á því? Sigríður Andersen taldi fráleitt að umrædd skipan stæðist lög eða stjórnarskrá. Kristrún sagðist að hún hefði aldrei skrifað undir þetta ef hún væri þess ekki fullviss að svo væri.vísir/anton brink Kristrún svaraði því svo til að hún kynni vel að meta að þingmenn veltu lagatæknilegum málum fyrir sér. Hún hefði aldrei skrifað undir slíka tilhögun nema hún hefði fyrst kannað lögmætið og að hennar mati stæðist þetta bæði lög og stjórnarskrá. Þetta væri vissulega óvenjuleg ráðstöfun en væri það nú ekki árangurinn sem öllu skipti? Kristrún vildi meina að Inga Sæland hefði unnið þrekvirki í uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarheimila aldraðra. Rifjaði upp brot Ingu í starfi Ólafur taldi Kristrúnu á gráu svæði og sagði að hvernig gæti forsætisráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra gæti borið lagalega ábyrgð á málaflokki sem samkvæmt forsetaúrskurði heyrir undir ráðuneyti sem annar ráðherra ber alla ábyrgð á? Og að Inga hefði í tvígang gerst brotleg við lög með embættisfærslum sínum. „Annars vegar með því að láta hjá líða að skipa í stjórn Tryggingastofnunar þrátt fyrir lagaskyldu þar um og hins vegar þegar hún braut jafnréttislög við skipan í stjórn HMS. Finnst ráðherra það ásættanlegt að hæstvirtur barna- og menntamálaráðherra geti brotið lög í málefnum hjúkrunarheimila án þess að bera nokkra lagalega ábyrgð þar á?“ Kristrún taldi þetta ekki maklegt og sagði það svo að um væri að ræða samkomulag milli tveggja ráðherra: Inga Sæland bæri ábyrgð, hún vildi fylgja því mikla starfi sem hún hefði unnið eftir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Hjúkrunarheimili Börn og uppeldi Tengdar fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. 4. júlí 2025 21:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
Áður hafði Sigríður Andersen Miðflokki spurt Kristrúnu út í sama atriði en hún gat ekki fengið það út að þetta stæðist lög og stjórnarskrá. Ekki var annað á Ólafi að skilja en að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri óð í að láta mynda sig við að taka að taka skóflustungur – öðruvísi væri ekki hægt að skilja tilfærslu á verkefnum innan ríkisstjórnarinnar. Ólafur talaði um vandræðagang ríkisstjórnarinnar og hringlandahátt, að hún virtist engan enda ætla að taka og málefni aldraðra virtust nýjasta axarskaft hennar. „Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að klippa í sundur ábyrgðina á málefnum aldraðra með því að færa afmarkaðan hluta hennar frá félags- og húsnæðismálaráðherra til barna- og menntamálaráðherra, málefnasviðs hvers hefur merkilegt nokk ekkert með aldraða að gera. Stjórn, skipulag og stefnumótun verður áfram á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra, sem og öll önnur þjónusta fyrir aldraða, nema það eitt að byggja hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.“ Vilji nást á mynd við að klippa á borða Hér er Ólafur að tala um Ingu Sæland sem er barna- og menntamálaráðherra. Hann segir engin rök hafa verið færð fyrir þessari ákvörðun. Hún hafi augljóslega … „hefur engan annan tilgang en að gera nýjum barna- og menntamálaráðherra áfram kleift að nást á mynd við að klippa á borða við opnum hjúkrunarheimila.“ Ólafur spurði, líkt og Sigríður, í framhaldi þessa hvaða rök hafi legið að baki þessari tilfærslu á málefnum hjúkrunarheimila innan ríkisstjórnarinnar og hvernig það samræmist lögum og stjórnarskrá að ráðherra fari með tiltekið málefni án þess að bera ábyrgð á því? Sigríður Andersen taldi fráleitt að umrædd skipan stæðist lög eða stjórnarskrá. Kristrún sagðist að hún hefði aldrei skrifað undir þetta ef hún væri þess ekki fullviss að svo væri.vísir/anton brink Kristrún svaraði því svo til að hún kynni vel að meta að þingmenn veltu lagatæknilegum málum fyrir sér. Hún hefði aldrei skrifað undir slíka tilhögun nema hún hefði fyrst kannað lögmætið og að hennar mati stæðist þetta bæði lög og stjórnarskrá. Þetta væri vissulega óvenjuleg ráðstöfun en væri það nú ekki árangurinn sem öllu skipti? Kristrún vildi meina að Inga Sæland hefði unnið þrekvirki í uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarheimila aldraðra. Rifjaði upp brot Ingu í starfi Ólafur taldi Kristrúnu á gráu svæði og sagði að hvernig gæti forsætisráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra gæti borið lagalega ábyrgð á málaflokki sem samkvæmt forsetaúrskurði heyrir undir ráðuneyti sem annar ráðherra ber alla ábyrgð á? Og að Inga hefði í tvígang gerst brotleg við lög með embættisfærslum sínum. „Annars vegar með því að láta hjá líða að skipa í stjórn Tryggingastofnunar þrátt fyrir lagaskyldu þar um og hins vegar þegar hún braut jafnréttislög við skipan í stjórn HMS. Finnst ráðherra það ásættanlegt að hæstvirtur barna- og menntamálaráðherra geti brotið lög í málefnum hjúkrunarheimila án þess að bera nokkra lagalega ábyrgð þar á?“ Kristrún taldi þetta ekki maklegt og sagði það svo að um væri að ræða samkomulag milli tveggja ráðherra: Inga Sæland bæri ábyrgð, hún vildi fylgja því mikla starfi sem hún hefði unnið eftir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Hjúkrunarheimili Börn og uppeldi Tengdar fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. 4. júlí 2025 21:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Sjá meira
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. 4. júlí 2025 21:52