„Hræddir erum við ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. janúar 2026 08:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands á hliðarlínunni í kvöld Vísir/EPA Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir hafa gengið vel hjá liðinu hingað til. Stærsta prófraunin sé í dag gegn Ungverjum. Ísland vann góðan sigur á Póllandi eftir að hafa lagt Ítali í fyrsta leik. Báðir sigrar voru einkar sannfærandi og má segja að sterkur varnarleikur hafi lagt grunninn gegn þeim pólsku. Klippa: Engin hræðsla við Ungverjana „Mér fannst við spila flottan leik. Það var kafli í fyrri hálfleik sem var aðeins stál í stál. Það var viðbúið. Svo fannst mér við finna taktinn og mér leið vel. Við vorum mjög þéttir varnarlega allan leikinn,“ „Kannski var færanýtingin ekki nægilega góð. Það var of mikið að dauðafærum sem hefði náttúrulega verið mjög dýrt í jöfnum leik. Við þurfum bara að laga það,“ segir Snorri Steinn. Góður bragur á liðinu Ítalía og Pólland eru býsna ólík handboltalið. Leikirnir tveir fólu því í sér mismunandi áskoranir fyrir strákana okkar en hvað tekur Snorri helst út úr leikjunum tveimur? „Handboltalega séð er fullt sem ég tek út úr þessu. Mér finnst góð holning á þessu og góð orka í liðinu. Mér finnst við agaðir og skipulagðir og halda okkar striki sama hvað á gengur, þegar gengur vel og þegar við strögglum við að finna taktinn. Mér finnst góður heildarbragur yfir þessu en auðvitað þarftu svo að viðhalda því og taka það með í næsta leik. Hver leikur hefur náttúrulega sitt líf og við þurfum aftur á öllu okkar að halda á morgun,“ segir Snorri Steinn. Það er nefnilega alvöru áskorun sem bíður í dag. Ungverjar hafa líka unnið áðurnefndu liðin tvö og má segja að stærsta áskorunin bíði í dag. „Maður myndi halda það fyrirfram. Mér finnst enn Ítalirnir og Pólverjarnir flott lið. En ég á von á klárlega erfiðum leik, mögulega þeim erfiðasta í riðlinum. Það er fullt sem við þurfum að fara yfir og stilla okkur inn á. En alveg eins og fyrir hina tvo leikina held ég að sé mikilvægast að við náum okkar hlutum fram og spilum leikinn á morgun á okkar forsendum,“ segir Snorri Steinn. Engin hræðsla Ungverjagrýlan hefur strítt Íslandi undanfarin ár. Liðið tapaði agalega fyrir Ungverjum í sömu höll á HM fyrir þremur árum þar sem liðið kastaði frá sér góðri forystu. Ári síðar, á EM í Þýskalandi 2024, tapaðist með átta mörkum fyrir Ungverjum. Snorri Steinn þekkir erfið töp og grýlur landsliðsins frá sínum tíma sem leikmaður þess. Verkar slíkt sem auka olía á eld landsliðsmanna fyrir leik morgundagsins? „Sár töp sitja alltaf í þér og vonbrigðin. Ég trúi á mótlætið og það er eitthvað sem gerist í þannig stöðum. Þá byrjar eitthvað að gerjast. En ef við vinnum á morgun er ég ekki að hefna fyrir eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan. Þá er það bara frábær sigur og við komnir með tvö stig í milliriðil,“ Bence Imre, hornamaður ungverska liðsins, sagði að Íslendingar ættu að hræðast Ungverjaland. Íslenska liðið fer nú ekki að gera það? „Nei, við bara berum virðingu fyrir þeim. Ég lít á þetta sem frábært lið sem hefur verið lengi saman með sama þjálfarann. Þeir eru rútíneraðir. En hræddir erum við ekki,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum. Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Póllandi eftir að hafa lagt Ítali í fyrsta leik. Báðir sigrar voru einkar sannfærandi og má segja að sterkur varnarleikur hafi lagt grunninn gegn þeim pólsku. Klippa: Engin hræðsla við Ungverjana „Mér fannst við spila flottan leik. Það var kafli í fyrri hálfleik sem var aðeins stál í stál. Það var viðbúið. Svo fannst mér við finna taktinn og mér leið vel. Við vorum mjög þéttir varnarlega allan leikinn,“ „Kannski var færanýtingin ekki nægilega góð. Það var of mikið að dauðafærum sem hefði náttúrulega verið mjög dýrt í jöfnum leik. Við þurfum bara að laga það,“ segir Snorri Steinn. Góður bragur á liðinu Ítalía og Pólland eru býsna ólík handboltalið. Leikirnir tveir fólu því í sér mismunandi áskoranir fyrir strákana okkar en hvað tekur Snorri helst út úr leikjunum tveimur? „Handboltalega séð er fullt sem ég tek út úr þessu. Mér finnst góð holning á þessu og góð orka í liðinu. Mér finnst við agaðir og skipulagðir og halda okkar striki sama hvað á gengur, þegar gengur vel og þegar við strögglum við að finna taktinn. Mér finnst góður heildarbragur yfir þessu en auðvitað þarftu svo að viðhalda því og taka það með í næsta leik. Hver leikur hefur náttúrulega sitt líf og við þurfum aftur á öllu okkar að halda á morgun,“ segir Snorri Steinn. Það er nefnilega alvöru áskorun sem bíður í dag. Ungverjar hafa líka unnið áðurnefndu liðin tvö og má segja að stærsta áskorunin bíði í dag. „Maður myndi halda það fyrirfram. Mér finnst enn Ítalirnir og Pólverjarnir flott lið. En ég á von á klárlega erfiðum leik, mögulega þeim erfiðasta í riðlinum. Það er fullt sem við þurfum að fara yfir og stilla okkur inn á. En alveg eins og fyrir hina tvo leikina held ég að sé mikilvægast að við náum okkar hlutum fram og spilum leikinn á morgun á okkar forsendum,“ segir Snorri Steinn. Engin hræðsla Ungverjagrýlan hefur strítt Íslandi undanfarin ár. Liðið tapaði agalega fyrir Ungverjum í sömu höll á HM fyrir þremur árum þar sem liðið kastaði frá sér góðri forystu. Ári síðar, á EM í Þýskalandi 2024, tapaðist með átta mörkum fyrir Ungverjum. Snorri Steinn þekkir erfið töp og grýlur landsliðsins frá sínum tíma sem leikmaður þess. Verkar slíkt sem auka olía á eld landsliðsmanna fyrir leik morgundagsins? „Sár töp sitja alltaf í þér og vonbrigðin. Ég trúi á mótlætið og það er eitthvað sem gerist í þannig stöðum. Þá byrjar eitthvað að gerjast. En ef við vinnum á morgun er ég ekki að hefna fyrir eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan. Þá er það bara frábær sigur og við komnir með tvö stig í milliriðil,“ Bence Imre, hornamaður ungverska liðsins, sagði að Íslendingar ættu að hræðast Ungverjaland. Íslenska liðið fer nú ekki að gera það? „Nei, við bara berum virðingu fyrir þeim. Ég lít á þetta sem frábært lið sem hefur verið lengi saman með sama þjálfarann. Þeir eru rútíneraðir. En hræddir erum við ekki,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira