„Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2026 08:36 Ýmir Örn Gíslason fer yfir málin með sínu fólki eftir stórleik sinn gegn Pólverjum í gær. EPA/JOHAN NILSSON Varnarleikur Íslands hefur verið magnaður í fyrstu tveimur leikjunum á EM í handbolta og liðið ekki saknað þar Arons Pálmarssonar eins mikið og óttast var. Þetta sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu, hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar. „Mér fannst vörnin góð eiginlega allan leikinn. Elvar og Ýmir voru rosalegir,“ sagði Einar Jónsson sem ásamt Jóhanni Gunnari Einarssyni fór yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni í gærkvöld, eftir stórsigurinn gegn Pólverjum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan og á hlaðvarpsveitum. Íslenska vörnin virtist hafa öll svör við pólska sóknarleiknum og ekki þurfti neinn stjörnuleik frá markvörðunum til að halda Póllandi í 23 mörkum. „Þeir bara komust ekki í þessi skot“ „Þessi lið frá Austur-Evrópu eru þekkt fyrir að spila svona 9-metra bolta. Þekkt fyrir að dúndra á markið. Pólverjar eru sjötta hæsta liðið á EM, margir stórir, en þeir bara komust ekki í þessi skot,“ sagði Jóhann Gunnar og hélt áfram: „Þó að við séum að spila 6-0 vörn þá eru menn svo hreyfanlegir og alltaf mættir í þessi skref til að trufla klippingar og slíkt. Þeir [mótherjarnir] ná ekki neinum takti. Mikið af þeirra mörkum voru bara „eitthvað“. Hnoðast og svo datt þetta óvart fyrir þá. Það var ekkert sem virkaði vel hjá þeim,“ sagði Jóhann. Jóhann benti á að risavaxnir línumenn hefðu oft reynst íslenska liðinu mikið vandamál en það var ekki svo í gær. „Hreyfanleikinn og orkan… Þetta er rosalegt. Maður hélt að Elvar myndi spila meira í sókninni en miðað við orkuna sem fer í vörnina hjá honum þá held ég að það sé skynsamlegt að vera ekki mikið að spila honum í sókn þegar við þurfum þess ekki. Hann var magnaður, eins og í raun öll vörnin,“ sagði Jóhann. Hafi fyllt vel í skarðið fyrir Aron Stefán benti á að margir hefðu óttast að fjarvera Arons hefði mikil áhrif á varnarleik Íslands en hingað til hafa menn náð að fylla vel í skarðið: „Mér finnst Elliði hafa verið frábær í bakverðinum, sem Aron hafði verið að spila. Við pressuðum þá svolítið hátt upp og þvinguðum þá í að tapa boltanum. Þetta virðist vera uppleggið. Janus hefur líka spilað bakvörðinn og í einhverju leikhléinu sagði Snorri: „Haukur, þú verður bara að spila vörnina“. Hann gerði það svo bara mjög vel. Haukur spilar ekkert vörn með Löwen en mér fannst hann alltaf góður varnarmaður. Það er ekkert endilega einn sem tekur hlutverk Arons en mér finnst allir vera að gera það og á heildina hefur þetta litið mjög vel út. Varnarleikurinn í þessum tveimur leikjum hefur verið magnaður,“ sagði Einar. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Haukur í horni Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. 18. janúar 2026 22:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Ísland vann átta marka sigur á Póllandi, 23-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta karla. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu Íslendingar yfir Pólverja í þeim seinni. Margir leikmenn Íslands spiluðu skínandi vel í dag. 18. janúar 2026 19:06 Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. 18. janúar 2026 23:02 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
„Mér fannst vörnin góð eiginlega allan leikinn. Elvar og Ýmir voru rosalegir,“ sagði Einar Jónsson sem ásamt Jóhanni Gunnari Einarssyni fór yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni í gærkvöld, eftir stórsigurinn gegn Pólverjum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan og á hlaðvarpsveitum. Íslenska vörnin virtist hafa öll svör við pólska sóknarleiknum og ekki þurfti neinn stjörnuleik frá markvörðunum til að halda Póllandi í 23 mörkum. „Þeir bara komust ekki í þessi skot“ „Þessi lið frá Austur-Evrópu eru þekkt fyrir að spila svona 9-metra bolta. Þekkt fyrir að dúndra á markið. Pólverjar eru sjötta hæsta liðið á EM, margir stórir, en þeir bara komust ekki í þessi skot,“ sagði Jóhann Gunnar og hélt áfram: „Þó að við séum að spila 6-0 vörn þá eru menn svo hreyfanlegir og alltaf mættir í þessi skref til að trufla klippingar og slíkt. Þeir [mótherjarnir] ná ekki neinum takti. Mikið af þeirra mörkum voru bara „eitthvað“. Hnoðast og svo datt þetta óvart fyrir þá. Það var ekkert sem virkaði vel hjá þeim,“ sagði Jóhann. Jóhann benti á að risavaxnir línumenn hefðu oft reynst íslenska liðinu mikið vandamál en það var ekki svo í gær. „Hreyfanleikinn og orkan… Þetta er rosalegt. Maður hélt að Elvar myndi spila meira í sókninni en miðað við orkuna sem fer í vörnina hjá honum þá held ég að það sé skynsamlegt að vera ekki mikið að spila honum í sókn þegar við þurfum þess ekki. Hann var magnaður, eins og í raun öll vörnin,“ sagði Jóhann. Hafi fyllt vel í skarðið fyrir Aron Stefán benti á að margir hefðu óttast að fjarvera Arons hefði mikil áhrif á varnarleik Íslands en hingað til hafa menn náð að fylla vel í skarðið: „Mér finnst Elliði hafa verið frábær í bakverðinum, sem Aron hafði verið að spila. Við pressuðum þá svolítið hátt upp og þvinguðum þá í að tapa boltanum. Þetta virðist vera uppleggið. Janus hefur líka spilað bakvörðinn og í einhverju leikhléinu sagði Snorri: „Haukur, þú verður bara að spila vörnina“. Hann gerði það svo bara mjög vel. Haukur spilar ekkert vörn með Löwen en mér fannst hann alltaf góður varnarmaður. Það er ekkert endilega einn sem tekur hlutverk Arons en mér finnst allir vera að gera það og á heildina hefur þetta litið mjög vel út. Varnarleikurinn í þessum tveimur leikjum hefur verið magnaður,“ sagði Einar.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Haukur í horni Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. 18. janúar 2026 22:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Ísland vann átta marka sigur á Póllandi, 23-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta karla. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu Íslendingar yfir Pólverja í þeim seinni. Margir leikmenn Íslands spiluðu skínandi vel í dag. 18. janúar 2026 19:06 Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. 18. janúar 2026 23:02 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
Skýrsla Vals: Haukur í horni Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. 18. janúar 2026 22:32
Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Ísland vann átta marka sigur á Póllandi, 23-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta karla. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu Íslendingar yfir Pólverja í þeim seinni. Margir leikmenn Íslands spiluðu skínandi vel í dag. 18. janúar 2026 19:06
Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. 18. janúar 2026 23:02