Vill senda danska hermenn til Grænlands Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2026 14:50 Rasmus Jarlov var viðskiptaráðherra Dana frá 2018 til 2019. Hann setur ofan í við bandaríska ráðamenn um Grænland. Getty Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði í umræðuþætti í dönsku sjónvarpi í gær að það væru sterk skilaboð að senda að flytja hermenn til Grænlands. „Ég held að það séu góð skilaboð að senda Grænlendingum að við ætlum að verja þá, gæta þeirra og standa saman sem bandamenn,“ sagði Jarlov. Þá vildi Jarlov, sem er talsmaður Íhaldsflokksins í málefnum Grænlands, að dönsk og grænlensk yfirvöld tækju sig saman um að banna ákveðnum bandarískum stjórnmálamönnum að koma til Grænlands. Bandaríkin sem ógna Grænlandi, ekki Rússland eða Kína Orð Jarlov féllu í samhengi við ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland sem lét fyrst á sér kræla á fyrra kjörtímabili Donalds Trump en blossaði upp aftur af krafti eftir árás Bandaríkjahers á Venesúela um helgina. Trump sagði sjálfur að Bandaríkin „þyrftu“ á Grænlandi að halda öryggis síns vegna. Hélt hann því fram að bæði Kína og Rússlands umkringdu Grænland og hæddist að ætluðum hernaðarvanmætti Dana. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trump, bætti um betur og dró tilkall Dana til Grænland í efa í sjónvarpsviðtali. Fullyrti hann að engin reyndi að standa í vegi þess að Bandaríkin sölsuðu Grænland undir sig. Jarlov tætti í sig rökstuðning fulltrúar Bandaríkjastjórnar í viðtali við bandaríska fjölmiðlinn CNN, sérstaklega að Bandaríkin væru eina landið sem vildi verja Grænland fyrir ágangi Kína og Rússlands. „Það eru í raun Bandaríkin sem ógna Grænlandi, hvorki Kína né Rússland. Þau hafa engin áform um að taka yfir Grænland,“ sagði Jarlov við CNN. Rök um að Bandaríkin þyrftu að taka Grænland yfir í þágu eigin þjóðaröryggis væru fyrirsláttur þar sem Bandaríkjaher hefði þegar aðstöðu þar og hefði haft í áraraðir. Bandaríkin helsta „rándýrið“ á vesturhveli Ögranir bandarískra stjórnmálamanna héldu áfram í dag. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Andy Ogles, sem lagði fram frumvarp um að heimila Trump að ganga til viðræðna um kaup á Grænlandi, í fyrra, lýsti Grænlandi sem „verndarsvæði“ Bandaríkjanna í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. „Þau hafa verið í sambandi við Danmörku. Því verður að ljúka. Við Bandaríkin höfum úthellt meira blóði í að verja Grænland en Danir. Við höfum ríkandi hagsmuni landfræðilega en Danir. [...]Við erum ríkjandi rándýrið á vesturheimshvelinu,“ sagði Ogles ranglega um meintar blóðfórnir Bandaríkjamanna fyrir Grænland. Ogles: "It's important that we have a stake in Greenland, that they are quite frankly a protectorate of the US. They've been in relationship with Denmark - that needs to end. We've spilled more blood protecting Greenland than the Danes... we are the dominant predator force in the Western Hemisphere"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) January 7, 2026 at 12:54 PM Þrátt fyrir að Bandaríkjaher hafi sent lið til Grænland árið 1941 var eina dauðsfallið í síðari heimsstyrjöldinni þar danskur liðsmaður hundasleðasveitar. Hann féll í fyrirsáti Þjóðverja sem reyndu að koma sér upp veðurstöðvum á austurströnd Grænlands. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði í umræðuþætti í dönsku sjónvarpi í gær að það væru sterk skilaboð að senda að flytja hermenn til Grænlands. „Ég held að það séu góð skilaboð að senda Grænlendingum að við ætlum að verja þá, gæta þeirra og standa saman sem bandamenn,“ sagði Jarlov. Þá vildi Jarlov, sem er talsmaður Íhaldsflokksins í málefnum Grænlands, að dönsk og grænlensk yfirvöld tækju sig saman um að banna ákveðnum bandarískum stjórnmálamönnum að koma til Grænlands. Bandaríkin sem ógna Grænlandi, ekki Rússland eða Kína Orð Jarlov féllu í samhengi við ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland sem lét fyrst á sér kræla á fyrra kjörtímabili Donalds Trump en blossaði upp aftur af krafti eftir árás Bandaríkjahers á Venesúela um helgina. Trump sagði sjálfur að Bandaríkin „þyrftu“ á Grænlandi að halda öryggis síns vegna. Hélt hann því fram að bæði Kína og Rússlands umkringdu Grænland og hæddist að ætluðum hernaðarvanmætti Dana. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trump, bætti um betur og dró tilkall Dana til Grænland í efa í sjónvarpsviðtali. Fullyrti hann að engin reyndi að standa í vegi þess að Bandaríkin sölsuðu Grænland undir sig. Jarlov tætti í sig rökstuðning fulltrúar Bandaríkjastjórnar í viðtali við bandaríska fjölmiðlinn CNN, sérstaklega að Bandaríkin væru eina landið sem vildi verja Grænland fyrir ágangi Kína og Rússlands. „Það eru í raun Bandaríkin sem ógna Grænlandi, hvorki Kína né Rússland. Þau hafa engin áform um að taka yfir Grænland,“ sagði Jarlov við CNN. Rök um að Bandaríkin þyrftu að taka Grænland yfir í þágu eigin þjóðaröryggis væru fyrirsláttur þar sem Bandaríkjaher hefði þegar aðstöðu þar og hefði haft í áraraðir. Bandaríkin helsta „rándýrið“ á vesturhveli Ögranir bandarískra stjórnmálamanna héldu áfram í dag. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Andy Ogles, sem lagði fram frumvarp um að heimila Trump að ganga til viðræðna um kaup á Grænlandi, í fyrra, lýsti Grænlandi sem „verndarsvæði“ Bandaríkjanna í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. „Þau hafa verið í sambandi við Danmörku. Því verður að ljúka. Við Bandaríkin höfum úthellt meira blóði í að verja Grænland en Danir. Við höfum ríkandi hagsmuni landfræðilega en Danir. [...]Við erum ríkjandi rándýrið á vesturheimshvelinu,“ sagði Ogles ranglega um meintar blóðfórnir Bandaríkjamanna fyrir Grænland. Ogles: "It's important that we have a stake in Greenland, that they are quite frankly a protectorate of the US. They've been in relationship with Denmark - that needs to end. We've spilled more blood protecting Greenland than the Danes... we are the dominant predator force in the Western Hemisphere"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) January 7, 2026 at 12:54 PM Þrátt fyrir að Bandaríkjaher hafi sent lið til Grænland árið 1941 var eina dauðsfallið í síðari heimsstyrjöldinni þar danskur liðsmaður hundasleðasveitar. Hann féll í fyrirsáti Þjóðverja sem reyndu að koma sér upp veðurstöðvum á austurströnd Grænlands.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira