„Stórt framfaraskref“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2026 21:19 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti. EPA Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé. Í dag funduðu leiðtogar yfir tuttugu ríkja sem styðja Úkraínu, þar á meðal fulltrúar Þýskalands, Frakklands, Íslands og Bandaríkjanna. Að fundinum loknum undirrituðu Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, samning um öryggistryggingar fyrir Úkraínu þegar vopnahlé er í höfn á milli þeirra og Rússa. „Í kjölfar vopnahlés mun Bretland og Frakkland koma á fót herstöðvum í Úkraínu,“ sagði Starmer samkvæmt The Guardian. Macron lagði áherslu á að markmið samningsins væri að veita Úkraínu ákveðna öryggistryggingu að stríði loknu. Herstöðvarnar yrðu fjarri fremstu víglínunni en hann gaf ekki upp hver stór hópur hermanna yrði sendur til Úkraínu. Samkvæmt BBC sagði Selenskí að samningurinn væri „stórt framfaraskref“. Fjölskyldumynd fundarins.EPA „Fyrir einu ári gátum við ekki einu sinni hugsað um þetta og núna höfum við tekið þetta skref,“ sagði Selenskí. Steve Witkoffs, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, voru fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum. Aðspurður hvort Bandaríkin myndu koma til aðstoðar ef evrópskar hersveitir yrðu fyrir árás sagði Witkoff öryggistrygginguna vera „jafn sterka og nokkru sinni hefur sést“. Hersveitirnar myndu ná bæði að koma í veg fyrir að Úkraína yrði fyrir árásum og verjast árásum. „Þetta þýðir ekki að það verði friður, en friður verður ekki mögulegur án framfaranna sem náðust hér í dag,“ sagði Kushner. Í yfirlýsingu leiðtoganna að loknum fundi segir að Bandaríkin hafi staðfest að þau muni gegn lykilhlutverki hvað varðar framtíðaröryggi Úkraínu. Meðal öryggistrygginganna er vopnahléseftirlit leitt af Bandaríkjunum, stuðningur við Úkraínuher og þegar vopnahlé er í höfn er gert ráð fyrir fjölþjóðlegum liðsafla til stuðnings endurreisn úkraínska heraflans. Settur verður á laggirnar samhæfingarstöð í höfuðstöðvum aðgerðastjórnar ríkjahópsins í París. Mikilvægur áfangi Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var fulltrúi Íslands á fundinum. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að yfirlýsing fundarins marki mikilvægan áfanga í mótun þeirra öryggisskuldbindinga sem Evrópuríki og Bandaríkin hyggjast veita Úkraínu. „Þær ákvarðanir sem teknar voru í dag marka mikilvæg tímamót. Þær sýna svo ekki verður um villst að Evrópa er reiðubúin að leggja sitt af mörkum til friðarumleitana og að friður í Úkraínu, og álfunni allri, verði tryggður til frambúðar,“ er haft eftir forsætisráðherranum. Kristrún Frostadóttir og Emmanuel Macron.EPA Stuðningur Íslands byggist bæði á þingsályktun Alþingis frá 29. apríl 2024 og tvíhliða samningi Íslands við Úkraínu um öryggissamstarf og langtímastuðning frá 31. maí 2024. „Ísland er herlaus þjóð en við búum hins vegar að því að fjöldi Íslendinga hefur veigamikla þekkingu og reynslu af fjölþjóðaverkefnum á borð við þær aðgerðir sem hér hefur verið rætt um. Með slíku borgaralegu framlagi geta íslensk stjórnvöld lagt sitt af mörkum til þeirra öryggisskuldbindinga sem samstaða hefur náðst um og haldið þannig áfram að efla getu okkar á þessu sviði,” segir Kristrún. Úkraína Bandaríkin Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Í dag funduðu leiðtogar yfir tuttugu ríkja sem styðja Úkraínu, þar á meðal fulltrúar Þýskalands, Frakklands, Íslands og Bandaríkjanna. Að fundinum loknum undirrituðu Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, samning um öryggistryggingar fyrir Úkraínu þegar vopnahlé er í höfn á milli þeirra og Rússa. „Í kjölfar vopnahlés mun Bretland og Frakkland koma á fót herstöðvum í Úkraínu,“ sagði Starmer samkvæmt The Guardian. Macron lagði áherslu á að markmið samningsins væri að veita Úkraínu ákveðna öryggistryggingu að stríði loknu. Herstöðvarnar yrðu fjarri fremstu víglínunni en hann gaf ekki upp hver stór hópur hermanna yrði sendur til Úkraínu. Samkvæmt BBC sagði Selenskí að samningurinn væri „stórt framfaraskref“. Fjölskyldumynd fundarins.EPA „Fyrir einu ári gátum við ekki einu sinni hugsað um þetta og núna höfum við tekið þetta skref,“ sagði Selenskí. Steve Witkoffs, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, voru fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum. Aðspurður hvort Bandaríkin myndu koma til aðstoðar ef evrópskar hersveitir yrðu fyrir árás sagði Witkoff öryggistrygginguna vera „jafn sterka og nokkru sinni hefur sést“. Hersveitirnar myndu ná bæði að koma í veg fyrir að Úkraína yrði fyrir árásum og verjast árásum. „Þetta þýðir ekki að það verði friður, en friður verður ekki mögulegur án framfaranna sem náðust hér í dag,“ sagði Kushner. Í yfirlýsingu leiðtoganna að loknum fundi segir að Bandaríkin hafi staðfest að þau muni gegn lykilhlutverki hvað varðar framtíðaröryggi Úkraínu. Meðal öryggistrygginganna er vopnahléseftirlit leitt af Bandaríkjunum, stuðningur við Úkraínuher og þegar vopnahlé er í höfn er gert ráð fyrir fjölþjóðlegum liðsafla til stuðnings endurreisn úkraínska heraflans. Settur verður á laggirnar samhæfingarstöð í höfuðstöðvum aðgerðastjórnar ríkjahópsins í París. Mikilvægur áfangi Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var fulltrúi Íslands á fundinum. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að yfirlýsing fundarins marki mikilvægan áfanga í mótun þeirra öryggisskuldbindinga sem Evrópuríki og Bandaríkin hyggjast veita Úkraínu. „Þær ákvarðanir sem teknar voru í dag marka mikilvæg tímamót. Þær sýna svo ekki verður um villst að Evrópa er reiðubúin að leggja sitt af mörkum til friðarumleitana og að friður í Úkraínu, og álfunni allri, verði tryggður til frambúðar,“ er haft eftir forsætisráðherranum. Kristrún Frostadóttir og Emmanuel Macron.EPA Stuðningur Íslands byggist bæði á þingsályktun Alþingis frá 29. apríl 2024 og tvíhliða samningi Íslands við Úkraínu um öryggissamstarf og langtímastuðning frá 31. maí 2024. „Ísland er herlaus þjóð en við búum hins vegar að því að fjöldi Íslendinga hefur veigamikla þekkingu og reynslu af fjölþjóðaverkefnum á borð við þær aðgerðir sem hér hefur verið rætt um. Með slíku borgaralegu framlagi geta íslensk stjórnvöld lagt sitt af mörkum til þeirra öryggisskuldbindinga sem samstaða hefur náðst um og haldið þannig áfram að efla getu okkar á þessu sviði,” segir Kristrún.
Úkraína Bandaríkin Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira