Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar 6. janúar 2026 20:33 Hvað er forseti Bandaríkjanna að meina með því að ræna Maduro? Trump sjálfur hefur vísað í tvær réttlætingar fyrir því að framkvæma þennan gjörning: í fyrsta lagi hefur hann sakað forseta Venesúela um að taka beinan þátt í fíkniefnasmygl og í öðru lagi er Maduro sakaður um að hafa „stolið“ olíu frá Bandaríkjunum (fyrir valdatíð Hugo Chavez og síðan Maduro höfðu bandarísk olíufélög greiðan aðgang að olíuauði landsins). Fjölmiðlar bæta oft við að í Venesúela sé að finna stærstu olíubirgðir heims. En við nánari skoðun eru báðar þessar skýringar frekar ótrúverðugar. Byrjum á fíkniefnasmygli: lang algengustu orsök dauðsfalla vegna ofskömmtunar í Bandaríkjunum er fíkniefnið fentanýl. Lyfjaeftirlitið í BNA (Drug Enforcement Administration) bendir á að framleiðendurnir séu fyrst og fremst Kína, Mexíkó og Indland, en engin framleiðsla á sér stað í Suður-Ameríku. Miðað við fíkniefnarökin hefði verið skynsamlegra að ræna kínverska, mexíkóska eða indverska forsetanum! Þá er komið að olíuauðlindinni. Er Venesúela virkilega hið síðasta El Dorado svarta gullsins? Sögur um „stærstu olíubirgðir í heimi“ byggja í raun á einhliða yfirlýsingar stjórnvalda í Venesúela og hafa aldrei verið staðfestar af óháðum aðila eða endurskoðanda. Þær hafa því ekkert sérstakt gildi. Stofunin Energy Institute, sem birtir opinbera tölfræði um olíubirgðir einstakra þjóða árlega, hætti að birta tölur um olíubirgðir Venesúela árið 2021 einmitt af þessum sökum. Það er opinbert leyndarmál í olíugeiranum að ýmsar olíuþjóðir, sérstaklega meðlimir OPEC, eru vísvítandi að ofmeta eigin olíubirgðir, annað hvort til að ganga í augun á öðrum þjóðum eða til að fá hærra framleiðslukvóta (OPEC er einhvers konar samráðssamtök þjóða deila ákveðnum framleiðslukvóta á milli sín til að halda olíuverðinu uppi). Í Sádi-Arabíu héldust slíkar tölur um olíubirgðir nánast óbreyttar á milli 1989 og 2016, eða 260 milljarðar tunna, þrátt fyrir að landið hafi dælt upp 100 milljarða tunna á því tímabili og ekki uppgötvar neinar meiriháttar olíulindir á móti. Olían sem er fyrirfinnst í jarðlögum Venesúela er svokölluð „þung“ olía (extra heavy), og er líkari tjöru en hefðbundinni olíu. Til að vinna afurðir úr henni út þarf að hita hana upp og til þess þarf að brenna mikið magn af jarðgasi. Olíufélög sem hafa áhuga á að fara í slíka framleiðslu þurfa þannig að byrja á því að útvega jarðgas, leggja gasleiðslur og byggja upp alls konar innviði, allt mitt í frumskóginum. Allt þetta er tæknilega flókið og kostnaðarsamt, og slík olíuvinnsla alls ekki arðbær miðað við núverandi olíuverð. Þegar kemur að olíufélögum eru það peningarnir sem ráða, en ekki duttlungar Trumps. Ráðgjafarfyrirtækið Rystad Energy, sem er leiðandi gagnaveita fyrir olíuiðnaðinn, skrifaði árið 2024 að „mesta ofmatið á olíubirðgum“ kæmi frá Venesúela. Fyrirtækið gefur það reyndar líka út í sömu samantekt að á tímabilinu 2030 og 2050 muni heimsframleiðsla á olíu næstum helmingast, sem gæti reynst nokkuð óþægilegt fyrir þjóðir sem reiða sig mikið á innfluttri olíu og hafa ekki búið sig undir slíka framtíð (halló Ísland?). Alþjóða Orkumálastofnunin (IEA) birti líka spá um olíuframleiðslu nýlega, en hún gerir ráð fyrir að olíufylleríið muni taka enda árið 2030 og framleiðslan byrja að dragast saman eftir það. Bandarísk olíufélög virðast ekkert ætla að slást um olíuna í Venesúela, og pólitíska óvissan sem ríkir nú í landinu er ekki til þess fallið að draga úr áhættu slíkra fjárfestinga. Kannski tekst þeim að auka framleiðsluna aðeins, en það mun þá taka mörg ár, og gullöld olíunnar í Venesúela er líklega nú þegar að baki, enda hefur framleiðslan sífellt verið að minnka síðustu 25 árin… Hvað getur þá útskýrt þessa hugdettu hins hrekkjótta Bandaríkjaforseta? Kannski snerist hún einfaldlega um að hnykla vöðvana og ganga í augun á kjósendur heima fyrir, sýna þeim hvað hann væri duglegur að „gera Bandaríkin stórkostleg að nýju“ með því að bregða sér í hlutverk heimslöggunnar. Þetta vill Bandaríski sagnfræðingurinn Anne Applebaum að minnsta kosti meina í viðtali viðThe Atlantic. Kannski snerist hún líka um að ganga í augun á aðra þjóðarleiðtoga sem Trump finnst ekki vera að taka sig nógu alvarlega. Brellan hefur þá að einhverju leyti virkað: danskir þjóðarleiðtogar, sem hlógu að Trump þegar hann fór fyrst að tala um að innlima Grænland, eru ekkert að hlæja svo mikið lengur. Eða kannski snýst þetta um eitthvað allt annað, sem hefur farið fram manna á milli í einhverjum reykfylltum bakherbergjum, og við litla fólkið fáum ekki að vita um... Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Hvað er forseti Bandaríkjanna að meina með því að ræna Maduro? Trump sjálfur hefur vísað í tvær réttlætingar fyrir því að framkvæma þennan gjörning: í fyrsta lagi hefur hann sakað forseta Venesúela um að taka beinan þátt í fíkniefnasmygl og í öðru lagi er Maduro sakaður um að hafa „stolið“ olíu frá Bandaríkjunum (fyrir valdatíð Hugo Chavez og síðan Maduro höfðu bandarísk olíufélög greiðan aðgang að olíuauði landsins). Fjölmiðlar bæta oft við að í Venesúela sé að finna stærstu olíubirgðir heims. En við nánari skoðun eru báðar þessar skýringar frekar ótrúverðugar. Byrjum á fíkniefnasmygli: lang algengustu orsök dauðsfalla vegna ofskömmtunar í Bandaríkjunum er fíkniefnið fentanýl. Lyfjaeftirlitið í BNA (Drug Enforcement Administration) bendir á að framleiðendurnir séu fyrst og fremst Kína, Mexíkó og Indland, en engin framleiðsla á sér stað í Suður-Ameríku. Miðað við fíkniefnarökin hefði verið skynsamlegra að ræna kínverska, mexíkóska eða indverska forsetanum! Þá er komið að olíuauðlindinni. Er Venesúela virkilega hið síðasta El Dorado svarta gullsins? Sögur um „stærstu olíubirgðir í heimi“ byggja í raun á einhliða yfirlýsingar stjórnvalda í Venesúela og hafa aldrei verið staðfestar af óháðum aðila eða endurskoðanda. Þær hafa því ekkert sérstakt gildi. Stofunin Energy Institute, sem birtir opinbera tölfræði um olíubirgðir einstakra þjóða árlega, hætti að birta tölur um olíubirgðir Venesúela árið 2021 einmitt af þessum sökum. Það er opinbert leyndarmál í olíugeiranum að ýmsar olíuþjóðir, sérstaklega meðlimir OPEC, eru vísvítandi að ofmeta eigin olíubirgðir, annað hvort til að ganga í augun á öðrum þjóðum eða til að fá hærra framleiðslukvóta (OPEC er einhvers konar samráðssamtök þjóða deila ákveðnum framleiðslukvóta á milli sín til að halda olíuverðinu uppi). Í Sádi-Arabíu héldust slíkar tölur um olíubirgðir nánast óbreyttar á milli 1989 og 2016, eða 260 milljarðar tunna, þrátt fyrir að landið hafi dælt upp 100 milljarða tunna á því tímabili og ekki uppgötvar neinar meiriháttar olíulindir á móti. Olían sem er fyrirfinnst í jarðlögum Venesúela er svokölluð „þung“ olía (extra heavy), og er líkari tjöru en hefðbundinni olíu. Til að vinna afurðir úr henni út þarf að hita hana upp og til þess þarf að brenna mikið magn af jarðgasi. Olíufélög sem hafa áhuga á að fara í slíka framleiðslu þurfa þannig að byrja á því að útvega jarðgas, leggja gasleiðslur og byggja upp alls konar innviði, allt mitt í frumskóginum. Allt þetta er tæknilega flókið og kostnaðarsamt, og slík olíuvinnsla alls ekki arðbær miðað við núverandi olíuverð. Þegar kemur að olíufélögum eru það peningarnir sem ráða, en ekki duttlungar Trumps. Ráðgjafarfyrirtækið Rystad Energy, sem er leiðandi gagnaveita fyrir olíuiðnaðinn, skrifaði árið 2024 að „mesta ofmatið á olíubirðgum“ kæmi frá Venesúela. Fyrirtækið gefur það reyndar líka út í sömu samantekt að á tímabilinu 2030 og 2050 muni heimsframleiðsla á olíu næstum helmingast, sem gæti reynst nokkuð óþægilegt fyrir þjóðir sem reiða sig mikið á innfluttri olíu og hafa ekki búið sig undir slíka framtíð (halló Ísland?). Alþjóða Orkumálastofnunin (IEA) birti líka spá um olíuframleiðslu nýlega, en hún gerir ráð fyrir að olíufylleríið muni taka enda árið 2030 og framleiðslan byrja að dragast saman eftir það. Bandarísk olíufélög virðast ekkert ætla að slást um olíuna í Venesúela, og pólitíska óvissan sem ríkir nú í landinu er ekki til þess fallið að draga úr áhættu slíkra fjárfestinga. Kannski tekst þeim að auka framleiðsluna aðeins, en það mun þá taka mörg ár, og gullöld olíunnar í Venesúela er líklega nú þegar að baki, enda hefur framleiðslan sífellt verið að minnka síðustu 25 árin… Hvað getur þá útskýrt þessa hugdettu hins hrekkjótta Bandaríkjaforseta? Kannski snerist hún einfaldlega um að hnykla vöðvana og ganga í augun á kjósendur heima fyrir, sýna þeim hvað hann væri duglegur að „gera Bandaríkin stórkostleg að nýju“ með því að bregða sér í hlutverk heimslöggunnar. Þetta vill Bandaríski sagnfræðingurinn Anne Applebaum að minnsta kosti meina í viðtali viðThe Atlantic. Kannski snerist hún líka um að ganga í augun á aðra þjóðarleiðtoga sem Trump finnst ekki vera að taka sig nógu alvarlega. Brellan hefur þá að einhverju leyti virkað: danskir þjóðarleiðtogar, sem hlógu að Trump þegar hann fór fyrst að tala um að innlima Grænland, eru ekkert að hlæja svo mikið lengur. Eða kannski snýst þetta um eitthvað allt annað, sem hefur farið fram manna á milli í einhverjum reykfylltum bakherbergjum, og við litla fólkið fáum ekki að vita um... Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar