Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2026 09:18 Yfirleitt reyna hönnuðir spjallmenna að setja hömlur á hvers kyns efni þau spýta út úr sér fyrir notendur en það virðist ekki tilfellið hjá Grok, spjallmenni Elon Musk og X. Vísir/Getty Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög. Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög.
Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07
ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15