Sport

Bíl­stjóri Joshua var ekki með öku­leyfi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Anthony Joshua missti nána vini sína í slysinu. 
Anthony Joshua missti nána vini sína í slysinu.  EPA/STR

Bílstjóri Anthony Joshua hefur verið ákærður fyrir glæfralegan akstur án gilds ökuleyfis, sem olli dauða tveggja manna.

Slysið átti sér stað skammt frá Lagos í Nígeríu en Joshua og föruneyti hans fóru þangað eftir hnefaleikabardagann við Jake Paul.

Hinn 46 ára gamli Adeniyi Mobolaji Kayode var við stýrið og reyndi framúrakstur á háum hraða, með þeim afleiðingum að dekk sprakk og Lexus bifreiðin klessti á vörubíl sem var lagður ólöglega úti í vegkanti.

Joshua og bílstjórinn sluppu með minni háttar meiðsli og hafa verið útskrifaðir af spítala en hinir tveir farþegarnir, Latif Ayodele og Sina Ghami, létust samstundis.

Bílstjórinn hefur verið hluti af föruneyti Joshua lengi en var ekki með gilt ökuleyfi þegar slysið varð. Hann er enn í gæsluvarðhaldi, laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á rúmar 400 þúsund íslenskar krónur, en hefur ekki verið greidd.

Fyrir slysið var talið að Joshua myndi snúa aftur í hnefaleikahringinn snemma á þessu ári en óvíst er nú hvenær hann snýr aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×