Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 09:19 Kristrún Frostadóttir flutti sitt annað áramótaávarp sem forsætisráðherra í gær. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Þetta kom fram í áramótaávarpi forsætisráðherra í gærkvöldi. Kristrún fór þar yfir stöðu mála í samfélaginu og þau krefjandi verkefni sem fram undan væru. „Ísland er frábært land – en við getum alltaf gert betur. Og við eigum að stefna hærra: Halda áfram að byggja landið, hlúa betur að fólkinu okkar og tryggja öllum sem hér búa sæti við borðið – tækifæri til að tilheyra og taka þátt í samfélaginu. Það er eilífðarverkefni,“ sagði Kristrún. Forsætisráðherra fór jafnframt yfir helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á hennar fyrsta starfsári, efnahagsmálin og fleira til. „Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að láta verkin tala og vera samstíga ríkisstjórn – bæði í sigri og þraut. Það hefur gefist vel.“ Æsum ekki upp sundrungu að óþörfu Kristrún lauk svo máli sínu á að ræða umræðuhefðina í samfélaginu og mikilvægi þess að íslenska þjóðin standi saman. „Örlög okkar fléttast saman í tímans rás og úr því verður saga Íslands. Ein og sér erum við agnarsmá en saman erum við mikils megnug. Og með persónulegri ábyrgð hvers og eins byggjum við Ísland og sköpum okkur glæsta framtíð. Verum og gerum okkar besta á nýju ári. Gleðjumst þegar gengur vel og skemmtum ekki skrattanum með þarflausu sundurlyndi. Við getum verið ósammála og til þess eru stjórnmál í lýðræðisríki – að takast á og leita lausna. En ýkjum ekki ágreining og æsum ekki upp sundrungu að óþörfu. Sýnum heldur samkennd, skilning og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og aðstæðum fólks. Verum áfram samstíga þjóð í sigri og þraut. Leyfum engum að kljúfa okkur. Höfnum svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og hér þurfi að kúvenda högum okkar og háttum. Ekkert er fjær sanni. Gætum að því sem gerir Ísland að frábæru landi. Og glötum aldrei samstöðu okkar, stolti og virðingu. Þá mun okkur farnast vel,“ sagði forsætisráðherra. Sjá má ávarp Kristrúnar í heild sinni í spilaranum að neðan. Áramót Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þetta kom fram í áramótaávarpi forsætisráðherra í gærkvöldi. Kristrún fór þar yfir stöðu mála í samfélaginu og þau krefjandi verkefni sem fram undan væru. „Ísland er frábært land – en við getum alltaf gert betur. Og við eigum að stefna hærra: Halda áfram að byggja landið, hlúa betur að fólkinu okkar og tryggja öllum sem hér búa sæti við borðið – tækifæri til að tilheyra og taka þátt í samfélaginu. Það er eilífðarverkefni,“ sagði Kristrún. Forsætisráðherra fór jafnframt yfir helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á hennar fyrsta starfsári, efnahagsmálin og fleira til. „Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að láta verkin tala og vera samstíga ríkisstjórn – bæði í sigri og þraut. Það hefur gefist vel.“ Æsum ekki upp sundrungu að óþörfu Kristrún lauk svo máli sínu á að ræða umræðuhefðina í samfélaginu og mikilvægi þess að íslenska þjóðin standi saman. „Örlög okkar fléttast saman í tímans rás og úr því verður saga Íslands. Ein og sér erum við agnarsmá en saman erum við mikils megnug. Og með persónulegri ábyrgð hvers og eins byggjum við Ísland og sköpum okkur glæsta framtíð. Verum og gerum okkar besta á nýju ári. Gleðjumst þegar gengur vel og skemmtum ekki skrattanum með þarflausu sundurlyndi. Við getum verið ósammála og til þess eru stjórnmál í lýðræðisríki – að takast á og leita lausna. En ýkjum ekki ágreining og æsum ekki upp sundrungu að óþörfu. Sýnum heldur samkennd, skilning og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og aðstæðum fólks. Verum áfram samstíga þjóð í sigri og þraut. Leyfum engum að kljúfa okkur. Höfnum svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og hér þurfi að kúvenda högum okkar og háttum. Ekkert er fjær sanni. Gætum að því sem gerir Ísland að frábæru landi. Og glötum aldrei samstöðu okkar, stolti og virðingu. Þá mun okkur farnast vel,“ sagði forsætisráðherra. Sjá má ávarp Kristrúnar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Áramót Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira