Innlent

Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24

Atli Ísleifsson skrifar
Það hefur verið mikið að gera á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í nótt. Myndin er úr safni.
Það hefur verið mikið að gera á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt.

Þetta segir Ásta Dan Ingibergsdóttir, ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut, í samtali við fréttastofu.

Þegar fréttastofa náði tali af Ástu, rétt fyrir klukkan sjö, höfðu sex börn komið í heiminn á Landspítalanum við Hringbraut, fyrst fimm drengir og svo ein stúlka. „Það hefur við mikið að gera í nótt og allt yndisleg börn.“

Fyrsta barn ársins 2025 kom í heiminn klukkan 1:46 á nýársdag. Fyrsta barn ársins 2024 kom í heiminn klukkan 9:12 og árið 2023 kom barnið í heiminn klukkan 00:21.


Tengdar fréttir

Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn

Fyrsta barn ársins 2025 á Íslandi, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 1:46 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×