Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. desember 2025 11:30 Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar