Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 20:32 Matilde Myhrvold fór úr axlarlið eftir fall í keppni og er væntanlega að fara að missa af Ólympíuleikunum. Getty/Federico Modica Norska skíðakonan Mathilde Myhrvold var að hætta keppni í Tour de Ski-skíðagöngukeppninni um helgina. Öll meiðsli á þessum tímapunkti eru mikið áfall fyrir alla enda nokkrar vikur í Ólympíuleikana. Myhrvold hafði ekki heppnina með sér í síðustu brekkunni því hún datt, lenti illa og meiddist illa á öxl. Seinna um kvöldið tilkynnti norska skíðasambandið að Myhrvold hefði farið úr axlarlið og að hún myndi því hætta keppni í Tour de Ski. „Hún var mjög, mjög kvalin og grét. Hún var með mikla verki í öxlinni. Það var leiðinlegt að sjá Mathilde svona,“ sagði Sjur Ole Svarstad, landsliðsþjálfari Noregs, við VG. Fór úr axlarlið Myhrvold var flutt á sjúkrahús til rannsóknar eftir fallið.„ Mathilde fór úr axlarlið í sprettgöngukeppni dagsins. Þetta var staðfest með röntgenmyndatöku á sjúkrahúsinu á staðnum. Öxlin hefur verið sett aftur í lið og er nú á sínum stað. Vegna þessara meiðsla er Tour de Ski því miður lokið hjá henni í ár,“ sagði Ove Feragen, læknir norska landsliðsins, í yfirlýsingu. Fréttin frá norska ríkisútvarpinu.NRK Sport Mathilde Myhrvold var mjög kvalin og grét eftir úrslitin. „Hún átti erfitt með að koma sér í burtu frá marksvæðinu. Þetta leit bara mjög óþægilega út,“ sagði Sjur Ole Svarstad við VG. Hin sænska Johanna Hagström var á eftir Myhrvold þegar norska skíðakonan datt. Svo liggur hún bara allt í einu „Ég tek eftir því að hún hægir aðeins á sér í brekkunni. Ég velti fyrir mér hvort ég eigi að reyna að ná henni. En svo liggur hún bara allt í einu, rétt fyrir síðustu beygjuna. Ég skildi ekki alveg á þeirri stundu hvað gerðist. Svo þegar hún kom í mark skildi ég að eitthvað var ekki í lagi,“ sagði Johanna Hagström við Sportbladet. Myhrvold er 27 ára gömul og keppti á síðustu Vetrarólympíuleikum í bæði 10 kílómetra göngu sem og í sprettgöngu. „Ég grét smá í gær“ Hún ræddi við norska fjölmiðla í dag. „Ég grét smá í gær. Sérstaklega þegar maður áttar sig á því hvað hefur gerst og að hlutirnir geti breyst svona hratt, þá var það mjög leiðinlegt. En í heildina litið eru þetta bara meiðsli, svo ég tók þessu bara vel þegar leið á kvöldið,“ sagði Myhrvold við NRK. Mathilde Myhrvold ser mørkt på OL etter Tour de Ski-fallet: – Kan bli vanskelig https://t.co/6ht30hKf9b— VG Sporten (@vgsporten) December 29, 2025 Hún vill ekki útiloka Ólympíuleikana alveg en viðurkennir að vonin sé ekki mikil. Þetta getur orðið erfitt „Ég veit ekki alveg hversu alvarlegt þetta er og hversu langan tíma þetta mun taka. En ég geri mér grein fyrir því að þetta getur orðið erfitt, því það voru nokkrar mikilvægar keppnir fram undan núna mjög fljótlega þar sem ég þurfti líka að sýna mig svolítið, því ég var engan veginn örugg með sæti á Ólympíuleikunum heldur,“ sagði Myhrvold en síðasti sólarhringurinn hefur verið mikill tilfinningarússibani. „Fyrst var þetta bara mjög sárt, miklir verkir. Ég náði ekki að hugsa svo mikið fyrr en aðeins seinna, en þegar öxlin var komin í lið og verkirnir minnkuðu, þá líður mér betur,“ sagði Myhrvold. Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Skíðaíþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Sjá meira
Myhrvold hafði ekki heppnina með sér í síðustu brekkunni því hún datt, lenti illa og meiddist illa á öxl. Seinna um kvöldið tilkynnti norska skíðasambandið að Myhrvold hefði farið úr axlarlið og að hún myndi því hætta keppni í Tour de Ski. „Hún var mjög, mjög kvalin og grét. Hún var með mikla verki í öxlinni. Það var leiðinlegt að sjá Mathilde svona,“ sagði Sjur Ole Svarstad, landsliðsþjálfari Noregs, við VG. Fór úr axlarlið Myhrvold var flutt á sjúkrahús til rannsóknar eftir fallið.„ Mathilde fór úr axlarlið í sprettgöngukeppni dagsins. Þetta var staðfest með röntgenmyndatöku á sjúkrahúsinu á staðnum. Öxlin hefur verið sett aftur í lið og er nú á sínum stað. Vegna þessara meiðsla er Tour de Ski því miður lokið hjá henni í ár,“ sagði Ove Feragen, læknir norska landsliðsins, í yfirlýsingu. Fréttin frá norska ríkisútvarpinu.NRK Sport Mathilde Myhrvold var mjög kvalin og grét eftir úrslitin. „Hún átti erfitt með að koma sér í burtu frá marksvæðinu. Þetta leit bara mjög óþægilega út,“ sagði Sjur Ole Svarstad við VG. Hin sænska Johanna Hagström var á eftir Myhrvold þegar norska skíðakonan datt. Svo liggur hún bara allt í einu „Ég tek eftir því að hún hægir aðeins á sér í brekkunni. Ég velti fyrir mér hvort ég eigi að reyna að ná henni. En svo liggur hún bara allt í einu, rétt fyrir síðustu beygjuna. Ég skildi ekki alveg á þeirri stundu hvað gerðist. Svo þegar hún kom í mark skildi ég að eitthvað var ekki í lagi,“ sagði Johanna Hagström við Sportbladet. Myhrvold er 27 ára gömul og keppti á síðustu Vetrarólympíuleikum í bæði 10 kílómetra göngu sem og í sprettgöngu. „Ég grét smá í gær“ Hún ræddi við norska fjölmiðla í dag. „Ég grét smá í gær. Sérstaklega þegar maður áttar sig á því hvað hefur gerst og að hlutirnir geti breyst svona hratt, þá var það mjög leiðinlegt. En í heildina litið eru þetta bara meiðsli, svo ég tók þessu bara vel þegar leið á kvöldið,“ sagði Myhrvold við NRK. Mathilde Myhrvold ser mørkt på OL etter Tour de Ski-fallet: – Kan bli vanskelig https://t.co/6ht30hKf9b— VG Sporten (@vgsporten) December 29, 2025 Hún vill ekki útiloka Ólympíuleikana alveg en viðurkennir að vonin sé ekki mikil. Þetta getur orðið erfitt „Ég veit ekki alveg hversu alvarlegt þetta er og hversu langan tíma þetta mun taka. En ég geri mér grein fyrir því að þetta getur orðið erfitt, því það voru nokkrar mikilvægar keppnir fram undan núna mjög fljótlega þar sem ég þurfti líka að sýna mig svolítið, því ég var engan veginn örugg með sæti á Ólympíuleikunum heldur,“ sagði Myhrvold en síðasti sólarhringurinn hefur verið mikill tilfinningarússibani. „Fyrst var þetta bara mjög sárt, miklir verkir. Ég náði ekki að hugsa svo mikið fyrr en aðeins seinna, en þegar öxlin var komin í lið og verkirnir minnkuðu, þá líður mér betur,“ sagði Myhrvold.
Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Skíðaíþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Sjá meira