Erlent

Frí­múrara­reglan vill lög­bann á nýjar lögreglureglur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Salarkynni Frímúrarareglunnar á Andaz hótelinu í austurhluta Lundúna.
Salarkynni Frímúrarareglunnar á Andaz hótelinu í austurhluta Lundúna. Getty/InPictures/Sam Mellish

Frímúrarareglan á Bretlandseyjum hafa leitað til dómstóla til að freista þess að fá lögbann á nýjar reglur lögregluyfirvalda í Lundúnum sem kveða á um að að lögreglumenn greini yfirmönnum sínum frá því ef þeir tilheyra félagsskapnum.

Frímúrarar segja um að ræða trúarlega mismunun og saka æðasta yfirmann lögreglunnar, Mark Rowley, um að kynda undir samsæriskenningar um ítök og áhrif reglunnar.

Lögregluyfirvöld segja hins vegar um að ræða þátt í aðgerðum til að endurheimta trúverðugleika og traust almennings. Umrædd reglubreyting beinist ekki aðeins gegn Frímúrarareglunni, heldur kveður hún á um upplýsingaskyldu allra lögreglumanna sem tilheyra félagsskap þar sem gert er ráð fyrir að meðlimir styðji hvorn annan og verndi.

Tveir þriðjuhlutar starfsmanna lögreglunnar eru sagðir fylgjandi reglunum.

Ásakanir um spillingu innan vegna aðildar lögreglumanna að frímúrarareglunni hafa loðað við lögregluna í Lundúnum um margra ára skeið og menn verið sakaðir um að breiða yfir brot vegna tengsla í gegnum regluna. Þá segir Guardian að eitt slíkt mál sé til rannsóknar.

Tvær frímúrarastúkur eru sagðar sérstaklega fyrir lögreglumenn; Manor of St. James's og Sine Favore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×