Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2025 13:01 Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja Vísir Breskt félag hefur stefnt Samherja fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu um hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna og verður dæmt í málinu í Bretlandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar hafi verið gripið til varnar í Bretlandi. Upphæðin sé súrealísk og hærri en eigið fé Samherja. Fimm ára rannsókn embættis héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða lauk í júlí á þessu ári en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort það verði ákært í málinu. Níu manns fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja eru með réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp eftir þátt Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu og meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Í nóvember kom fram í umfjöllun RÚV að Í Namibíu sitja tíu menn, þar á meðal tveir ráðherrar, í varðhaldi og bíða þess að réttarhöld hefjist í máli þeirra. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa þegið milljarða frá Samherja, nýtt sér aðstöðu sína og áhrif, til að færa Samherja aðgang að auðlindum namibísku þjóðarinnar. Fyrirtækið sé stofnað til að stefna Samherja Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og upplýsti að fyrirtækinu hefði verið stefnt vegna málsins í Bretlandi. Hann segir í samtali við fréttastofu að stefnan nemi gríðarlegum fjárhæðum. „Við fengum stefnu þar sem okkur er stefnt fyrir dómstólum í Bretlandi. Af fyrirtæki sem er stofnað í þeim tilgangi að gera kröfu á hendur okkur vegna starfsemi í Namibíu. Það er gert af hálfu ríkisfyrirtækis í Namibíu sem hefur hingað til ekki gert neinar kröfur á okkur en er þá búið að framselja réttinn til fyrirtækis í Englandi og fer fram á háar skaðabætur. Hann segir kröfuna óvenjulega. „Bótakrafan hljóðar upp á um hundrað og fjörutíu milljarða króna. Þessi upphæð er hærri en eigið fé fyrirtækisins. Þetta er nýtt og hljómar súrrealískt. Ég er ekki búinn að hugsa til enda hvaða áhrif það myndi hafa ef við töpum málinu,“ segir Baldvin. Rökstuðningur eftir áramót „Við eigum eftir að fá nánari rökstuðning fyrir kröfunni. Þetta er svona ferill þar sem við erum látin vita. Við höfum aðeins fengið að sjá ofan í kröfuna en það kemur þá í upphafi næsta árs. Við eigum líka eftir að fá betri upplýsingar um hvaða fyrirtæki þetta er sem sér um stefnuna,“ segir Þorsteinn. Hann segir að málið verði tekið fyrir í breskum dómstól á seinni hluta næsta árs og Samherji sé byrjaður að undirbúa sig fyrir málaferlin. „Við erum komin með lögmenn í Bretlandi sem munu verja okkar hagsmuni og hefja undirbúning þegar stefnan verður birt í heild sinni. Það er kostnaðarsamt að reka mál fyrir breskum dómstólum og ljóst að þetta mun taka orku, tíma og fjármuni frá fyrirtækinu ,“ segir hann. Vonast eftir niðurstöðu sem allra fyrst Aðspurður um hvernig Samherji svarar ásökunum í Samherjamálinu sem nú er hjá héraðssaksóknara svarar Baldvin: „Þetta eru þungar ásakanir og eðlilegt að þetta mál sé í rannsókn og við bíðum eftir niðurstöðu úr henni. Rannsókn málsins er nú lokið og er beðið eftir hvort það verði ákært eða ekki. Þetta er búið að taka mjög langan tíma og þeir sem liggja undir ámæli í málinu eru orðnir mjög langþreyttir á því að fá ekki niðurstöðu í það. Ég vona að niðurstaða komist í málið sem allra fyrst.“ Samherjaskjölin Dómstólar Tengdar fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. 22. desember 2025 09:23 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Fimm ára rannsókn embættis héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða lauk í júlí á þessu ári en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort það verði ákært í málinu. Níu manns fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja eru með réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp eftir þátt Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu og meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Í nóvember kom fram í umfjöllun RÚV að Í Namibíu sitja tíu menn, þar á meðal tveir ráðherrar, í varðhaldi og bíða þess að réttarhöld hefjist í máli þeirra. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa þegið milljarða frá Samherja, nýtt sér aðstöðu sína og áhrif, til að færa Samherja aðgang að auðlindum namibísku þjóðarinnar. Fyrirtækið sé stofnað til að stefna Samherja Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og upplýsti að fyrirtækinu hefði verið stefnt vegna málsins í Bretlandi. Hann segir í samtali við fréttastofu að stefnan nemi gríðarlegum fjárhæðum. „Við fengum stefnu þar sem okkur er stefnt fyrir dómstólum í Bretlandi. Af fyrirtæki sem er stofnað í þeim tilgangi að gera kröfu á hendur okkur vegna starfsemi í Namibíu. Það er gert af hálfu ríkisfyrirtækis í Namibíu sem hefur hingað til ekki gert neinar kröfur á okkur en er þá búið að framselja réttinn til fyrirtækis í Englandi og fer fram á háar skaðabætur. Hann segir kröfuna óvenjulega. „Bótakrafan hljóðar upp á um hundrað og fjörutíu milljarða króna. Þessi upphæð er hærri en eigið fé fyrirtækisins. Þetta er nýtt og hljómar súrrealískt. Ég er ekki búinn að hugsa til enda hvaða áhrif það myndi hafa ef við töpum málinu,“ segir Baldvin. Rökstuðningur eftir áramót „Við eigum eftir að fá nánari rökstuðning fyrir kröfunni. Þetta er svona ferill þar sem við erum látin vita. Við höfum aðeins fengið að sjá ofan í kröfuna en það kemur þá í upphafi næsta árs. Við eigum líka eftir að fá betri upplýsingar um hvaða fyrirtæki þetta er sem sér um stefnuna,“ segir Þorsteinn. Hann segir að málið verði tekið fyrir í breskum dómstól á seinni hluta næsta árs og Samherji sé byrjaður að undirbúa sig fyrir málaferlin. „Við erum komin með lögmenn í Bretlandi sem munu verja okkar hagsmuni og hefja undirbúning þegar stefnan verður birt í heild sinni. Það er kostnaðarsamt að reka mál fyrir breskum dómstólum og ljóst að þetta mun taka orku, tíma og fjármuni frá fyrirtækinu ,“ segir hann. Vonast eftir niðurstöðu sem allra fyrst Aðspurður um hvernig Samherji svarar ásökunum í Samherjamálinu sem nú er hjá héraðssaksóknara svarar Baldvin: „Þetta eru þungar ásakanir og eðlilegt að þetta mál sé í rannsókn og við bíðum eftir niðurstöðu úr henni. Rannsókn málsins er nú lokið og er beðið eftir hvort það verði ákært eða ekki. Þetta er búið að taka mjög langan tíma og þeir sem liggja undir ámæli í málinu eru orðnir mjög langþreyttir á því að fá ekki niðurstöðu í það. Ég vona að niðurstaða komist í málið sem allra fyrst.“
Samherjaskjölin Dómstólar Tengdar fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. 22. desember 2025 09:23 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
„Þetta hefur verið þungur tími“ Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. 22. desember 2025 09:23
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent