Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2025 09:30 Erika Kirk, ekkja Charlie Kirk, fagnar J.D. Vance á ráðstefnu Turning Point USA í gær. AP/Jon Cherry Bandaríski varaforsetinn sagði gestum á ráðstefnu ungra íhaldsmanna um helgina að hvítt fólk þyrfti ekki lengur að skammast sín fyrir kynþátt sinn á sama tíma og hann neitaði að fordæma rasista innan hreyfingarinnar. Deilur um hvort að samtökin Turning Point USA ættu að útiloka yfirlýsta rasista eins og Nick Fuentes settu svip sinn á ráðstefnu þeirra um helgina. Fuentes þessi hefur verið bannaður af öllum helstu samfélagsmiðlum heims fyrir hatursorðræðu, meðal annars gegn gyðingum, og fyrir að mæra Adolf Hitler. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, gaf lítið fyrir slíkt í ræðu sinni á ráðstefnunni. Þar sagðist hann að hreyfing íhaldsmanna ætti að vera opin öllum og eina skilyrðið væri að þeir „elskuðu Bandaríkin“. „Við höfum mun mikilvægari hnöppum að hneppa en að slaufa hver öðrum,“ sagði varaforsetinn. Hvít og kristin Stærði Vance sig af árangri ríkisstjórnar hans og Donalds Trump, sérstaklega í að binda endi á aðgerðir sem áttu að auka fjölbreytni, jafnræði og inngildingu. „Í Bandaríkjunum þurfið þið ekki lengur að biðjast afsökunar á að vera hvít,“ sagði Vance. Hélt varaforsetinn því ennfremur fram að Bandaríkjamenn yrðu alltaf kristin þjóð og að kristni hefði verið trú landsins frá bandaríska frelsisstríðinu. Stjórnskipan Bandaríkjanna hefur þrátt fyrir það byggst á veraldlegum gildum frá stofnun. Skotin flugu á milli andstæðra fylkinga Valdabarátta er nú sögð í uppsiglingu innan íhaldshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hún býr sig undir framtíð án Trump. Stjórnarskráin bannar honum að bjóða sig fram aftur til forseta eftir þrjú ár en jafnvel þótt hann gerði það, sem hann hefur ítrekað talað um, er Trump 79 ára gamall og hefur sýnt augljós merki um vitsmunalega og líkamlega hnignun á undanförnum mánuðum. Erika Kirk, ekkja Charlie Kirk sem stofnaði Turning Point USA, hefur sagst ætla að berjast fyrir að Vance verði arftaki Trump. Ungir íhaldsmenn komu saman á AmericaFest 2025 á vegum Turning Point USA í gær. Fylgismenn hreyfingarinnar eru ekki á einu máli um hvernig eigi að taka á rasistum innan hennar.AP/Jon Cherry Eitt af ágreiningsmálunum er hvort að repúblikanar eigi að úthýsa öfgafyllstu röddunum úr hreyfingunni eins og Fuentes og Candace Owens sem bæði eru á meðal vinsælustu hlaðvarpsstjórnenda hennar. Bæði Fuentes og Owens hafa dreift samsæriskenningum gegn gyðingum á sama tíma og Trump-stjórnin hefur notað meint gyðingahatur í háskólum sem átyllu til þess að reka erlenda námsmenn úr landi. Ben Shapiro, ein háværasta röddin á hægri vængnum í Bandaríkjunum undanfarin ár, notaði sína ræðu á ráðstefnunni til þess að skjóta fast á Tucker Carlson, fyrrverandi Fox-sjónvarpsmanninn og núverandi samfélagsmiðlaáhrifavaldinn, fyrir að bjóða Fuentes í þátt sinn fyrr á þessu ári. „Þetta fólk er svikahrappar og eiginhagsmunaseggir sem eiga ekki tíma okkar skilinn,“ sagði Shapiro um samsæriskenningavæng hreyfingarinnar. Carlson svaraði Shapiro fullum hálsi í sinni ræðu og vísaði því á bug að einhvers konar borgarastríð ætti sér stað innan Repúblikanaflokksins. „Það er fólk sem er reitt út í J.D. Vance og það reynir að kynda undir þessu til þess að tryggja að hann hljóti ekki útnefninguna,“ sagði Carlson Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Deilur um hvort að samtökin Turning Point USA ættu að útiloka yfirlýsta rasista eins og Nick Fuentes settu svip sinn á ráðstefnu þeirra um helgina. Fuentes þessi hefur verið bannaður af öllum helstu samfélagsmiðlum heims fyrir hatursorðræðu, meðal annars gegn gyðingum, og fyrir að mæra Adolf Hitler. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, gaf lítið fyrir slíkt í ræðu sinni á ráðstefnunni. Þar sagðist hann að hreyfing íhaldsmanna ætti að vera opin öllum og eina skilyrðið væri að þeir „elskuðu Bandaríkin“. „Við höfum mun mikilvægari hnöppum að hneppa en að slaufa hver öðrum,“ sagði varaforsetinn. Hvít og kristin Stærði Vance sig af árangri ríkisstjórnar hans og Donalds Trump, sérstaklega í að binda endi á aðgerðir sem áttu að auka fjölbreytni, jafnræði og inngildingu. „Í Bandaríkjunum þurfið þið ekki lengur að biðjast afsökunar á að vera hvít,“ sagði Vance. Hélt varaforsetinn því ennfremur fram að Bandaríkjamenn yrðu alltaf kristin þjóð og að kristni hefði verið trú landsins frá bandaríska frelsisstríðinu. Stjórnskipan Bandaríkjanna hefur þrátt fyrir það byggst á veraldlegum gildum frá stofnun. Skotin flugu á milli andstæðra fylkinga Valdabarátta er nú sögð í uppsiglingu innan íhaldshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hún býr sig undir framtíð án Trump. Stjórnarskráin bannar honum að bjóða sig fram aftur til forseta eftir þrjú ár en jafnvel þótt hann gerði það, sem hann hefur ítrekað talað um, er Trump 79 ára gamall og hefur sýnt augljós merki um vitsmunalega og líkamlega hnignun á undanförnum mánuðum. Erika Kirk, ekkja Charlie Kirk sem stofnaði Turning Point USA, hefur sagst ætla að berjast fyrir að Vance verði arftaki Trump. Ungir íhaldsmenn komu saman á AmericaFest 2025 á vegum Turning Point USA í gær. Fylgismenn hreyfingarinnar eru ekki á einu máli um hvernig eigi að taka á rasistum innan hennar.AP/Jon Cherry Eitt af ágreiningsmálunum er hvort að repúblikanar eigi að úthýsa öfgafyllstu röddunum úr hreyfingunni eins og Fuentes og Candace Owens sem bæði eru á meðal vinsælustu hlaðvarpsstjórnenda hennar. Bæði Fuentes og Owens hafa dreift samsæriskenningum gegn gyðingum á sama tíma og Trump-stjórnin hefur notað meint gyðingahatur í háskólum sem átyllu til þess að reka erlenda námsmenn úr landi. Ben Shapiro, ein háværasta röddin á hægri vængnum í Bandaríkjunum undanfarin ár, notaði sína ræðu á ráðstefnunni til þess að skjóta fast á Tucker Carlson, fyrrverandi Fox-sjónvarpsmanninn og núverandi samfélagsmiðlaáhrifavaldinn, fyrir að bjóða Fuentes í þátt sinn fyrr á þessu ári. „Þetta fólk er svikahrappar og eiginhagsmunaseggir sem eiga ekki tíma okkar skilinn,“ sagði Shapiro um samsæriskenningavæng hreyfingarinnar. Carlson svaraði Shapiro fullum hálsi í sinni ræðu og vísaði því á bug að einhvers konar borgarastríð ætti sér stað innan Repúblikanaflokksins. „Það er fólk sem er reitt út í J.D. Vance og það reynir að kynda undir þessu til þess að tryggja að hann hljóti ekki útnefninguna,“ sagði Carlson
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira