Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2025 14:30 Jeffrey Epstein lifði lengi í vellystingum en svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Getty Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum. Í nýrri grein frá New York Times er farið ítarlega yfir sögu Epsteins á Wall Street og hvernig hann varð ríkur. Greinin byggir á ýmsum gögnum og fjölda viðtala við fyrrverandi vini, kærustur, samstarfsfélaga og fórnarlömb Epsteins og er henni ætlað að varpa ljósi á yngri ár barnaníðingsins alræmda. Úr kennslu á Wall Street Sú saga sem sögð er í greininni hefst árið 1976, á samkvæmi sem Epstein er sagður hafa haft takmarkaðan áhuga á en fór þó í. Hann var 23 ára gamall og kenndi stærðfræði og eðlisfræði við Dalton. Í þessu samkvæmi hitti Epstein mann sem hafði heyrt af því að Epstein væri mjög góður í stærðfræði og spurði hvort hann hefði áhuga á því að vinna á Wall Street. Því játaði Epstein og var hann settur í samband við mann sem heitir Ace Greenberg en hann var þá háttsettur hjá fjármálafyrirtækinu fræga, Bear Stearns. Greenberg er sagður hafa gefið lítið fyrir það að ráða fólk með meistaragráður úr þekktustu háskólunum. Hann vildi frekar ungt fólk sem væri fátækt, snjallt og hefði mikla löngun til að verða ríkt en þetta viðhorf er talið hafa spilað stóra rullu í upprisu fyrirtækisins. Epstein ólst upp í verkamannafjölskyldu í Coney Island. Hann var þekktur fyrir að vera mjög góður í stærðfræði og að spila á píanó en hann var einnig mjög sólginn í auð, eins og átti eftir að koma í ljós. Greenberg kynnti Epstein fyrir Michael Tennenbaum, sem var annar yfirmaður hjá Bear Stearns, en sá átti son sem var nemandi í Dalton og hafði hann heyrt góða hluti um Epstein frá honum. Laug um menntun sína Í samtali við blaðamenn NYT sagði Tennenbaum að Epstein hefði verið einstaklega góður sölumaður og þeir Greenberg hafi ákveðið að ráða hann og segir Tennenbaum að Epstein hafi staðið sig vel í starfi. Þá hóf hann samband með dóttur Greenbergs og naut í skjóli hans ákveðinnar sérstöðu og verndar innan Bear Stearns. Undir lok ársins fékk Tennebaum þó símtal frá mannauðsdeildinni þar sem honum var tilkynnt um að Epstein hefði logið til um feril sinn og menntun. Hann hafði sagst vera með gráður frá tveimur háskólum í Kaliforníu en þaðan fengust þau svör að hann hefði aldrei stundað nám þar. Epstein játaði að hafa logið um menntun sína og sagðist aldrei hafa klárað háskólamenntun. Þá sagði hann, samkvæmt Tennenbaum, að ef hann hefði ekki logið hefði hann aldrei fengið tækifæri til að sýna hvað hann gæti. Tennenbaum segist hafa ákveðið að gefa Epstein tækifæri en seinna meir hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að þarna hefði Epstein sýnt hversu góður hann væri í að spila með fólk og hafa áhrif á það. Í grein NYT segir að þetta hafi mögulega verið í fyrsta sinn af mörgum sem Epstein var gómaður við að brjóta af sér en komst hjá refsingu með hæfileikum sínum í að hafa áhrif á valdameira fólk. Það hafi hann ítrekað gert í gegnum árin. Góður í að spila með fólk Fyrstu tvo áratugina í starfi sínu á Wall Street virðist sem Epstein hafi ekki sýnt mikla snilligáfu í fjármálum og viðskiptum en hann virðist hafa verið mjög góður lygari og góður í því að spila með fólk. Í grein NYT segir að Epstein hafi byggt auðæfi sín á því að svindla á öðrum og með baktjaldamakki. Hann hafi verið einstaklega góður í því að auðgast á kostnað viðskiptavina sinna og fjárfesta. Hann hafi ítrekað starfað á gráu svæði, lagalega séð, og verið tilbúinn til að brenna brýr til að öðlast meiri auðæfi og völd. Hann er einnig sagður hafa nýtt sér ungar konur, kærustur og elskuhuga til að komast hærra upp metorðastigann á Wall Street og auka aðgengi sitt að stofnunum og samtökum. Rúmum fjórum áratugum eftir að hann gaf Epstein annað tækifæri á Wall Street, sér Tennenbaum eftir því að hafa ekki bundið enda á feril hans. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri að skapa eitt af skrímslum Wall Street.“ Braut ítrekað af sér í starfi Árið 1980 var Epstein kominn í flokk eiganda Bear Stearns og sagðist hann siðar hafa verið sá yngsti til að ná þeim árangri. Hann var þá 27 ára gamall. Hann var kominn á himinhá laun og um sumarið var hann titlaður af Cosmopolitan sem piparsveinn mánaðarins. Honum var lýst sem rafmögnuðum manni sem talað ekki við fólk sem þénaði minna en milljón dala á mánuði. Epstein myndaði náið samband við mann sem hét Jimmy Cayne en hann varð á endanum forstjóri Bear Stearns. Cayne kynnti Epstein fyrir auðugustu viðskiptavinum fyrirtækisins en annar yfirmaður hjá fyrirtækinu segir að á þeim tíma hafi Epstein sýnt fram á hæfileika til að hjálpa mjög auðugu fólki að spara verulega þegar kemur að skattgreiðslum. Vitað er til þess að Epstein braut margsinnis af sér í starfi hjá Bear Stearns, með því að láta fyrirtækið borga fyrir skartgripi handa konum, veita kærustu sinni aðgang að innherjaupplýsingum og öðrum hætti en alltaf komst hann hjá refsingu. Í byrjun árs 1981 var hann þó sektaður um 2.500 dali og settur í tveggja mánaða leyfi vegna rannsóknar á meintum brotum hans og kærustu hans varðandi hlutafjáruppboð sem Bear Stearns kom að. Það sætti hann sig ekki við og hætti. Vendipunktur í svikum Epstein myndaði í kjölfarið tengsl við Douglas Leese, breskan auðjöfur með umfangsmiklar tengingar í hergagnaiðnaði þar í landi og við yfirvöld. Leese réði Epstein sem ráðgjafa og kynnti hann fyrir öðrum auðjöfrum og nýjum hæðum ríkidæmis sem Epstein hafði ekki kynnst áður. Að endingu slitnaði vinskapur þeirra þegar Leese sakaði Epstein um að hafa eytt peningum hans óhóflega. Epstein er sagður hafa eytt miklum peningum á þessum tíma og mun hann hafa átt í basli með að borga leigu um skeið. Þá stofnaði hann fyrirtæki með vini sínum og bróður hans sem gekk út á að ráðleggja ríku fólki að draga úr skattgreiðslum þeirra. Það varði þó ekki lengi. Árið 1982 kynnti Clark Schubach, sem hafði unnið með Epstein hjá Bear Stearns, Epstein fyrir manni sem heitir Michael Stroll en hann rak tölvuleikjasalafyrirtæki í Bandaríkjunum. Epstein sannfærði Stroll um að láta sig hafa 450 þúsund dali, eða um tíu prósent allra auðæfa hans, til að fjárfesta í olíuviðskiptum sem Epsteins sagðist vera með í undirbúningi. Á innan við tveimur árum voru peningarnir horfnir og Stroll sakaði Epstein um fjársvik, en hafði þó ekki erindi sem erfiði. Í grein NYT segir að þetta hafi markað ákveðinn vendipunkt í lífi Epsteins. Hann hafði áður sýnt að hann gæti brugðist trausti vina og vandamanna en nú virðist sem hann hafi hreinlega stolið fúlgum fjár. Frá því þegar Epstein var ákærður í Manhattan í júlí 2019.Getty/Stephanie Keith Svik á svik ofan Á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar hafði Epstein safnað töluverðum auðæfum en vildi meira. Hann átti í nánu sambandi við Steven Hoffenberg, sem rak innheimtufyrirtæki. Hoffenberg greiddi honum fúlgur fjár fyrir ráðgjafastörf en seinna meir reyndu þeir fyrir sér í því að taka yfir fyrirtæki. Það gekk ekki vel en síðar kom í ljós að til að fjármagna þann rekstur hafði Hoffenberg stundað umfangsmikil fjársvik. Hann hafði svikið um hálfan milljarð dala af viðskiptavinum sínum og var seinna meir dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Hann dó árið 2022 en hafði áður haldið því fram að Epstein hefði hjálpað honum að skipuleggja fjársvikin. Epstein neitaði því en hann hafði unnið náið með Hoffenberg og hafði meðal annars ráðið son Douglas Leese til að selja skuldabréf, sem reyndust liður í fjársvikunum. Í öðru tilfelli, árið 1988, sankaði Epstein að sér fjárfestum til að kaupa hluti í fyrirtækinu Pennwalt. Hópurinn hafði keypt töluvert af hlutabréfum í fyrirtækinu þegar Epstein tilkynnti að hann ætlaði sér að kaupa alla hlutina í Pennwalt á hundrað dali á hlut, sem var um fjörutíu prósentum hærra en þau voru metin á þá. Í kjölfarið rauk virði hlutabréfanna upp og Epstein og félagar hans seldu sína hluti. Margir af þeim sem hann hafði fengið til að fjárfesta í félaginu sátu þó uppi með umfangsmikið tap. Nokkur önnur sambærileg dæmi eru nefnd í grein NYT. Stýrði risastórum sjóðum Um svipað leyti og hann var að kaupa hlutabréf í Pennwalt, kynntist Epstein auðjöfrinum Les Wexner. Hann var milljarðamæringur sem hafði meðal annars byggt upp vörumerki eins og Limited og Victoria‘s Secret. Nokkru síðar var Epstein orðinn ráðgjafi Wexner og farinn að stýra fjármálum hans. Vinir og samstarfsmenn Wexners reyndu að fá hann til að slíta tengslin við Epstein en það bar ekki árangur. Wexner sakaði Epstein seinna meir um að hafa misnotað fúlgur fjár úr sjóðum hans. Jeffrey Epstein á tískusýningu Victoria's Secret árið 1995.Getty/Patrick McMullan Heimildarmenn NYT segja Epstein hafa notað auðæfi Wexners til að verða mun ríkari og er hann sagður hafa tekið það sem honum fannst hann eiga skilið úr bankabókum auðjöfursins, eða marga tugi milljóna dala. Þá peninga notaði hann meðal annars til að kaupa sér glæsihýsi í Palm Beach í Flórída, skammt frá Mar a lago, sveitaklúbbi og síðar heimili Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir voru vinir á árum áður. Auðæfi sín og Wexners notaði Epstein til að byggja upp tengslanet sitt og komast í tengsl við aðra auðjöfra, stjórnmálamenn og jafnvel þjóðarleiðtoga. Hann tók að sér að stýra sjóðum annarra auðjöfra og árið 1999, var Epstein metinn á meira en hundrað milljónir dala. Þau auðæfi áttu eftir að aukast töluvert á komandi árum og þá meðal annars vegna fjárfestinga hans gegnum Bear Stearns og JPMorgan. Síðarnefnda fyrirtækið hefur seinna meir verið sakað um að hafa gert Epstein kleift að brjóta á stúlkum og ungum konum. Kynntist Ghislaine Maxwell Það var svo um 1990 sem Epstein kynntist konu sem mundi hafa gífurleg áhrif á líf hans. Það var Ghislaine Maxwell, sem situr nú í fangelsi fyrir að hafa hjálpað honum að brjóta á fjölda táningsstúlkna í gegnum árin. Hún er dóttir Robert Maxwell, sem var ríkur Breti, en hann dó skyndilega í nóvember 1990. Þá flaug Ghislaine til Bandaríkjanna þar sem hún tengdist Epstein nánum böndum. Þau urðu par árið 1992 en samkvæmt NYT var það um það leyti sem Epstein byrjaði að brjóta á stúlkum og ungum konum. Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell árið 2005.Getty/Joe Schildhorn Árið 2008 gerði lögmaður Epsteins mjög umdeilt samkomulag við Alex Acosta, þáverandi saksóknara sem Trump skipaði í embætti vinnumálaráðherra á fyrra kjörtímabili sínu. Samkomulagið fól einnig í sér að Epstein slapp við alríkisrannsókn. Epstein játaði að hafa brotið á einni unglingsstúlku, þó að fregnir hafi borist af því að um fjörutíu konur höfðu sakað hann um að brjóta á sér, og sat inni þrettán mánuði. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Í nýrri grein frá New York Times er farið ítarlega yfir sögu Epsteins á Wall Street og hvernig hann varð ríkur. Greinin byggir á ýmsum gögnum og fjölda viðtala við fyrrverandi vini, kærustur, samstarfsfélaga og fórnarlömb Epsteins og er henni ætlað að varpa ljósi á yngri ár barnaníðingsins alræmda. Úr kennslu á Wall Street Sú saga sem sögð er í greininni hefst árið 1976, á samkvæmi sem Epstein er sagður hafa haft takmarkaðan áhuga á en fór þó í. Hann var 23 ára gamall og kenndi stærðfræði og eðlisfræði við Dalton. Í þessu samkvæmi hitti Epstein mann sem hafði heyrt af því að Epstein væri mjög góður í stærðfræði og spurði hvort hann hefði áhuga á því að vinna á Wall Street. Því játaði Epstein og var hann settur í samband við mann sem heitir Ace Greenberg en hann var þá háttsettur hjá fjármálafyrirtækinu fræga, Bear Stearns. Greenberg er sagður hafa gefið lítið fyrir það að ráða fólk með meistaragráður úr þekktustu háskólunum. Hann vildi frekar ungt fólk sem væri fátækt, snjallt og hefði mikla löngun til að verða ríkt en þetta viðhorf er talið hafa spilað stóra rullu í upprisu fyrirtækisins. Epstein ólst upp í verkamannafjölskyldu í Coney Island. Hann var þekktur fyrir að vera mjög góður í stærðfræði og að spila á píanó en hann var einnig mjög sólginn í auð, eins og átti eftir að koma í ljós. Greenberg kynnti Epstein fyrir Michael Tennenbaum, sem var annar yfirmaður hjá Bear Stearns, en sá átti son sem var nemandi í Dalton og hafði hann heyrt góða hluti um Epstein frá honum. Laug um menntun sína Í samtali við blaðamenn NYT sagði Tennenbaum að Epstein hefði verið einstaklega góður sölumaður og þeir Greenberg hafi ákveðið að ráða hann og segir Tennenbaum að Epstein hafi staðið sig vel í starfi. Þá hóf hann samband með dóttur Greenbergs og naut í skjóli hans ákveðinnar sérstöðu og verndar innan Bear Stearns. Undir lok ársins fékk Tennebaum þó símtal frá mannauðsdeildinni þar sem honum var tilkynnt um að Epstein hefði logið til um feril sinn og menntun. Hann hafði sagst vera með gráður frá tveimur háskólum í Kaliforníu en þaðan fengust þau svör að hann hefði aldrei stundað nám þar. Epstein játaði að hafa logið um menntun sína og sagðist aldrei hafa klárað háskólamenntun. Þá sagði hann, samkvæmt Tennenbaum, að ef hann hefði ekki logið hefði hann aldrei fengið tækifæri til að sýna hvað hann gæti. Tennenbaum segist hafa ákveðið að gefa Epstein tækifæri en seinna meir hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að þarna hefði Epstein sýnt hversu góður hann væri í að spila með fólk og hafa áhrif á það. Í grein NYT segir að þetta hafi mögulega verið í fyrsta sinn af mörgum sem Epstein var gómaður við að brjóta af sér en komst hjá refsingu með hæfileikum sínum í að hafa áhrif á valdameira fólk. Það hafi hann ítrekað gert í gegnum árin. Góður í að spila með fólk Fyrstu tvo áratugina í starfi sínu á Wall Street virðist sem Epstein hafi ekki sýnt mikla snilligáfu í fjármálum og viðskiptum en hann virðist hafa verið mjög góður lygari og góður í því að spila með fólk. Í grein NYT segir að Epstein hafi byggt auðæfi sín á því að svindla á öðrum og með baktjaldamakki. Hann hafi verið einstaklega góður í því að auðgast á kostnað viðskiptavina sinna og fjárfesta. Hann hafi ítrekað starfað á gráu svæði, lagalega séð, og verið tilbúinn til að brenna brýr til að öðlast meiri auðæfi og völd. Hann er einnig sagður hafa nýtt sér ungar konur, kærustur og elskuhuga til að komast hærra upp metorðastigann á Wall Street og auka aðgengi sitt að stofnunum og samtökum. Rúmum fjórum áratugum eftir að hann gaf Epstein annað tækifæri á Wall Street, sér Tennenbaum eftir því að hafa ekki bundið enda á feril hans. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri að skapa eitt af skrímslum Wall Street.“ Braut ítrekað af sér í starfi Árið 1980 var Epstein kominn í flokk eiganda Bear Stearns og sagðist hann siðar hafa verið sá yngsti til að ná þeim árangri. Hann var þá 27 ára gamall. Hann var kominn á himinhá laun og um sumarið var hann titlaður af Cosmopolitan sem piparsveinn mánaðarins. Honum var lýst sem rafmögnuðum manni sem talað ekki við fólk sem þénaði minna en milljón dala á mánuði. Epstein myndaði náið samband við mann sem hét Jimmy Cayne en hann varð á endanum forstjóri Bear Stearns. Cayne kynnti Epstein fyrir auðugustu viðskiptavinum fyrirtækisins en annar yfirmaður hjá fyrirtækinu segir að á þeim tíma hafi Epstein sýnt fram á hæfileika til að hjálpa mjög auðugu fólki að spara verulega þegar kemur að skattgreiðslum. Vitað er til þess að Epstein braut margsinnis af sér í starfi hjá Bear Stearns, með því að láta fyrirtækið borga fyrir skartgripi handa konum, veita kærustu sinni aðgang að innherjaupplýsingum og öðrum hætti en alltaf komst hann hjá refsingu. Í byrjun árs 1981 var hann þó sektaður um 2.500 dali og settur í tveggja mánaða leyfi vegna rannsóknar á meintum brotum hans og kærustu hans varðandi hlutafjáruppboð sem Bear Stearns kom að. Það sætti hann sig ekki við og hætti. Vendipunktur í svikum Epstein myndaði í kjölfarið tengsl við Douglas Leese, breskan auðjöfur með umfangsmiklar tengingar í hergagnaiðnaði þar í landi og við yfirvöld. Leese réði Epstein sem ráðgjafa og kynnti hann fyrir öðrum auðjöfrum og nýjum hæðum ríkidæmis sem Epstein hafði ekki kynnst áður. Að endingu slitnaði vinskapur þeirra þegar Leese sakaði Epstein um að hafa eytt peningum hans óhóflega. Epstein er sagður hafa eytt miklum peningum á þessum tíma og mun hann hafa átt í basli með að borga leigu um skeið. Þá stofnaði hann fyrirtæki með vini sínum og bróður hans sem gekk út á að ráðleggja ríku fólki að draga úr skattgreiðslum þeirra. Það varði þó ekki lengi. Árið 1982 kynnti Clark Schubach, sem hafði unnið með Epstein hjá Bear Stearns, Epstein fyrir manni sem heitir Michael Stroll en hann rak tölvuleikjasalafyrirtæki í Bandaríkjunum. Epstein sannfærði Stroll um að láta sig hafa 450 þúsund dali, eða um tíu prósent allra auðæfa hans, til að fjárfesta í olíuviðskiptum sem Epsteins sagðist vera með í undirbúningi. Á innan við tveimur árum voru peningarnir horfnir og Stroll sakaði Epstein um fjársvik, en hafði þó ekki erindi sem erfiði. Í grein NYT segir að þetta hafi markað ákveðinn vendipunkt í lífi Epsteins. Hann hafði áður sýnt að hann gæti brugðist trausti vina og vandamanna en nú virðist sem hann hafi hreinlega stolið fúlgum fjár. Frá því þegar Epstein var ákærður í Manhattan í júlí 2019.Getty/Stephanie Keith Svik á svik ofan Á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar hafði Epstein safnað töluverðum auðæfum en vildi meira. Hann átti í nánu sambandi við Steven Hoffenberg, sem rak innheimtufyrirtæki. Hoffenberg greiddi honum fúlgur fjár fyrir ráðgjafastörf en seinna meir reyndu þeir fyrir sér í því að taka yfir fyrirtæki. Það gekk ekki vel en síðar kom í ljós að til að fjármagna þann rekstur hafði Hoffenberg stundað umfangsmikil fjársvik. Hann hafði svikið um hálfan milljarð dala af viðskiptavinum sínum og var seinna meir dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Hann dó árið 2022 en hafði áður haldið því fram að Epstein hefði hjálpað honum að skipuleggja fjársvikin. Epstein neitaði því en hann hafði unnið náið með Hoffenberg og hafði meðal annars ráðið son Douglas Leese til að selja skuldabréf, sem reyndust liður í fjársvikunum. Í öðru tilfelli, árið 1988, sankaði Epstein að sér fjárfestum til að kaupa hluti í fyrirtækinu Pennwalt. Hópurinn hafði keypt töluvert af hlutabréfum í fyrirtækinu þegar Epstein tilkynnti að hann ætlaði sér að kaupa alla hlutina í Pennwalt á hundrað dali á hlut, sem var um fjörutíu prósentum hærra en þau voru metin á þá. Í kjölfarið rauk virði hlutabréfanna upp og Epstein og félagar hans seldu sína hluti. Margir af þeim sem hann hafði fengið til að fjárfesta í félaginu sátu þó uppi með umfangsmikið tap. Nokkur önnur sambærileg dæmi eru nefnd í grein NYT. Stýrði risastórum sjóðum Um svipað leyti og hann var að kaupa hlutabréf í Pennwalt, kynntist Epstein auðjöfrinum Les Wexner. Hann var milljarðamæringur sem hafði meðal annars byggt upp vörumerki eins og Limited og Victoria‘s Secret. Nokkru síðar var Epstein orðinn ráðgjafi Wexner og farinn að stýra fjármálum hans. Vinir og samstarfsmenn Wexners reyndu að fá hann til að slíta tengslin við Epstein en það bar ekki árangur. Wexner sakaði Epstein seinna meir um að hafa misnotað fúlgur fjár úr sjóðum hans. Jeffrey Epstein á tískusýningu Victoria's Secret árið 1995.Getty/Patrick McMullan Heimildarmenn NYT segja Epstein hafa notað auðæfi Wexners til að verða mun ríkari og er hann sagður hafa tekið það sem honum fannst hann eiga skilið úr bankabókum auðjöfursins, eða marga tugi milljóna dala. Þá peninga notaði hann meðal annars til að kaupa sér glæsihýsi í Palm Beach í Flórída, skammt frá Mar a lago, sveitaklúbbi og síðar heimili Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir voru vinir á árum áður. Auðæfi sín og Wexners notaði Epstein til að byggja upp tengslanet sitt og komast í tengsl við aðra auðjöfra, stjórnmálamenn og jafnvel þjóðarleiðtoga. Hann tók að sér að stýra sjóðum annarra auðjöfra og árið 1999, var Epstein metinn á meira en hundrað milljónir dala. Þau auðæfi áttu eftir að aukast töluvert á komandi árum og þá meðal annars vegna fjárfestinga hans gegnum Bear Stearns og JPMorgan. Síðarnefnda fyrirtækið hefur seinna meir verið sakað um að hafa gert Epstein kleift að brjóta á stúlkum og ungum konum. Kynntist Ghislaine Maxwell Það var svo um 1990 sem Epstein kynntist konu sem mundi hafa gífurleg áhrif á líf hans. Það var Ghislaine Maxwell, sem situr nú í fangelsi fyrir að hafa hjálpað honum að brjóta á fjölda táningsstúlkna í gegnum árin. Hún er dóttir Robert Maxwell, sem var ríkur Breti, en hann dó skyndilega í nóvember 1990. Þá flaug Ghislaine til Bandaríkjanna þar sem hún tengdist Epstein nánum böndum. Þau urðu par árið 1992 en samkvæmt NYT var það um það leyti sem Epstein byrjaði að brjóta á stúlkum og ungum konum. Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell árið 2005.Getty/Joe Schildhorn Árið 2008 gerði lögmaður Epsteins mjög umdeilt samkomulag við Alex Acosta, þáverandi saksóknara sem Trump skipaði í embætti vinnumálaráðherra á fyrra kjörtímabili sínu. Samkomulagið fól einnig í sér að Epstein slapp við alríkisrannsókn. Epstein játaði að hafa brotið á einni unglingsstúlku, þó að fregnir hafi borist af því að um fjörutíu konur höfðu sakað hann um að brjóta á sér, og sat inni þrettán mánuði. Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira