Innlent

Hjálmar lætur staðar numið í borginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjálmar Sveinsson segir skilið við pólitíkina.
Hjálmar Sveinsson segir skilið við pólitíkina. Vísir/Vilhelm

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí.

Hjálmar upplýsti um ákvörðun sína í færslu á Facebook. 

„Ég er þakklátur öllum þeim Reykvíkingum sem hafa kosið Samfylkinguna í undanförnum fernum kosningum. Við höfum sett fram skýra stefnu um framtíð Reykjavíkur, að hún breytist smám saman úr dreifðri bílaborg í þétta, vistvæna og mannvæna borg,“ segir Hjálmar. 

„Við höfum líka lagt mikla áherslu á samvinnu borgarinnar við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Þessi stefna hefur orðið til þess, að mínu mati, að Samfylkingin hefur verið leiðandi flokkur í borgarstjórn síðustu 16 árin. Vonandi verður svo áfram. Ég sný mér að öðru, en verð alltaf ákafur talsmaður stefnunnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×