Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2025 08:51 Héraðsdómur Norðurlands vestra. Vísir Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi Andrés Pál Ragnarsson, karlmann á fertugsaldri, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga og áreita kynferðislega dóttur nágranna síns. Stúlkan var fjórtán ára þegar Andrés Páll braut gegn henni. Brotin átti sér stað á nýársnótt 2023. Andrés Páll var dæmdur fyrir að kyssa stúlkuna á munninn á heimili hennar og nauðga henni svo í annarri íbúð í sama húsi á meðan hún reyndi ítrekað að fá hann til þess að hætta. Andrés Páll var sjálfur á 33. aldursári þegar hann braut gegn stúlkunni. Hann neitaði alfarið sök og að stúlkan hefði einu sinni komið inn í íbúð hans þessa nótt. Viðurkenndi hann þó fyrir dómi að hann myndi takmarkað eftir seinni hluta kvöldins sem væri „voðalega blörrí“. Hélt áfram þrátt fyrir að hún bæði hann um að hætta Úr dómnum má lesa að stúlkan var í sérlega viðkvæmri stöðu. Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands hafði haft afskipti af málum hennar um nokkuð langt skeið vegna áhættuhegðunar hennar, áfengisneyslu, skólaforðunar, lyfjanotkunar og sjálfsskaða. Þá hafði móðir hennar glímt við vímuefnavanda og vanrækt umsjón og eftirlit með stúlkunni. Stúlkan greindi frá brotunum í viðtali hjá félagsráðgjafa hjá barnaverndarþjónustu í júní 2023. Lýsti hún því að hún hefði verið mjög drukkin á heimili sínu og að Andrés Páll hefði einnig verið þar. Hann hefði verið mjög óviðeigandi í tali við hana. Eftir kossinn hefði hún farið með Andrési Páli niður í íbúð hans í sama húsi. Hún hefði ítrekað sagt honum að hætta en hann haldið ótrauður áfram. Hún hefði ælt, grátið mikið og síðan farið heim í sína íbúð. Hefði átt að ganga úr skugga um aldur stúlkunnar Andrési Páli og stúlkunni bar ekki saman um hvernig það atvikaðist að hann byrjaði að kyssa hana. Stúlkan sagðist ekki muna hvernig kossinn byrjaði en að hún hefði þá sagt honum að hún væri að verða fimmtán ára gömul og ekki á hans aldri. Andrés Páll viðurkenndi að hafa kysst stúlkuna en hélt því fram að kossinn hefði verið gagnkvæmur. Hann hefði talið að stúlkan væri eldri en hún var í raun og veru, á bilinu átján til tuttugu ára. Dómurinn taldi að Andrési Páli hefði hlotið að vera ljóst að verulegur aldurmunur væri á honum og stúlkunni enda hafi hann sjálfur áætlað að hún væri átján til tuttugu ára gömul. Því hefði honum borið að ganga úr skugga um hversu gömul hún væri áður en hann kyssti hana. Engin vörn að stúlkan væri samþykk Varðandi þá vörn mannsins að kossinn hefði verið með vilja stúlkunnar vísaði dómurinn til þess að fortakslaust bann liggi við samræði eða öðrum kynferðismökum við barn undir fimmtán ára aldri og engu skipti þá hvort barnið hafi samþykkt verknaðinn. Það sama eigi við um kynferðislega áreitni. Vitnisburður móður og stúlkunnar og þáverandi kærasta móður hennar þótti einnig grafa undan trúverðugleika framburðar Andrésar Páls. Þau báru bæði að stúlkan hefði látið þau vita að hún væri á leið niður í íbúð hans. Stuttu síðar hefði hún komið upp aftur og sagt frá því að eitthvað hefði komið fyrir. Dómurinn taldi framburð stúlkunnar stöðugan, einlægan og sannfærandi. Henni bæri saman við frambuð annarra um hvað hún hefði sagt um brotin. Gat stúlkan meðal annars teiknað herbergjaskipan í íbúð Andrésar Páls hjá lögreglu og fyrir dómi. Auk fangelsisrefsingarinnar var Andrés Páll dæmdur til þess að greiðas stúlkunni tvær milljónir króna og 3,1 milljón krónur í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Brotin átti sér stað á nýársnótt 2023. Andrés Páll var dæmdur fyrir að kyssa stúlkuna á munninn á heimili hennar og nauðga henni svo í annarri íbúð í sama húsi á meðan hún reyndi ítrekað að fá hann til þess að hætta. Andrés Páll var sjálfur á 33. aldursári þegar hann braut gegn stúlkunni. Hann neitaði alfarið sök og að stúlkan hefði einu sinni komið inn í íbúð hans þessa nótt. Viðurkenndi hann þó fyrir dómi að hann myndi takmarkað eftir seinni hluta kvöldins sem væri „voðalega blörrí“. Hélt áfram þrátt fyrir að hún bæði hann um að hætta Úr dómnum má lesa að stúlkan var í sérlega viðkvæmri stöðu. Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands hafði haft afskipti af málum hennar um nokkuð langt skeið vegna áhættuhegðunar hennar, áfengisneyslu, skólaforðunar, lyfjanotkunar og sjálfsskaða. Þá hafði móðir hennar glímt við vímuefnavanda og vanrækt umsjón og eftirlit með stúlkunni. Stúlkan greindi frá brotunum í viðtali hjá félagsráðgjafa hjá barnaverndarþjónustu í júní 2023. Lýsti hún því að hún hefði verið mjög drukkin á heimili sínu og að Andrés Páll hefði einnig verið þar. Hann hefði verið mjög óviðeigandi í tali við hana. Eftir kossinn hefði hún farið með Andrési Páli niður í íbúð hans í sama húsi. Hún hefði ítrekað sagt honum að hætta en hann haldið ótrauður áfram. Hún hefði ælt, grátið mikið og síðan farið heim í sína íbúð. Hefði átt að ganga úr skugga um aldur stúlkunnar Andrési Páli og stúlkunni bar ekki saman um hvernig það atvikaðist að hann byrjaði að kyssa hana. Stúlkan sagðist ekki muna hvernig kossinn byrjaði en að hún hefði þá sagt honum að hún væri að verða fimmtán ára gömul og ekki á hans aldri. Andrés Páll viðurkenndi að hafa kysst stúlkuna en hélt því fram að kossinn hefði verið gagnkvæmur. Hann hefði talið að stúlkan væri eldri en hún var í raun og veru, á bilinu átján til tuttugu ára. Dómurinn taldi að Andrési Páli hefði hlotið að vera ljóst að verulegur aldurmunur væri á honum og stúlkunni enda hafi hann sjálfur áætlað að hún væri átján til tuttugu ára gömul. Því hefði honum borið að ganga úr skugga um hversu gömul hún væri áður en hann kyssti hana. Engin vörn að stúlkan væri samþykk Varðandi þá vörn mannsins að kossinn hefði verið með vilja stúlkunnar vísaði dómurinn til þess að fortakslaust bann liggi við samræði eða öðrum kynferðismökum við barn undir fimmtán ára aldri og engu skipti þá hvort barnið hafi samþykkt verknaðinn. Það sama eigi við um kynferðislega áreitni. Vitnisburður móður og stúlkunnar og þáverandi kærasta móður hennar þótti einnig grafa undan trúverðugleika framburðar Andrésar Páls. Þau báru bæði að stúlkan hefði látið þau vita að hún væri á leið niður í íbúð hans. Stuttu síðar hefði hún komið upp aftur og sagt frá því að eitthvað hefði komið fyrir. Dómurinn taldi framburð stúlkunnar stöðugan, einlægan og sannfærandi. Henni bæri saman við frambuð annarra um hvað hún hefði sagt um brotin. Gat stúlkan meðal annars teiknað herbergjaskipan í íbúð Andrésar Páls hjá lögreglu og fyrir dómi. Auk fangelsisrefsingarinnar var Andrés Páll dæmdur til þess að greiðas stúlkunni tvær milljónir króna og 3,1 milljón krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira