Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2025 22:32 Hér er Guðný Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Landsspítalanum í Fossvogi að taka á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á spítalann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lungnadeild Landspítalans í Fossvogi og lungnadeild Reykjalundar var að berast höfðingleg gjöf frá skjólstæðingi deildanna en hann safnaði þremur milljónum króna og gaf deildunum sex ferðasúrefnistæki. Afhending gjafanna fór fram á Reykjalundi en heiðurinn af þeim á Pétur H. Hansen, sem hefur nýtt sér þjónustu lungnadeildanna á Landspítalanum og Reykjalundi. „Mér var svo vel sinnt hérna og þetta var svo flott fólk að ég vildi þakka fyrir mig. Ég safnaði fyrir sex tækjum,“ segir Pétur staddur á Reykjalundi. Þetta er ótrúlega vel gert hjá þér, ertu ekki ánægður með þetta? „Ég veit það ekki en ég ætla bara að vona að ráðamennirnir taki sig nú til og kaupi svona tæki inn á allar stofur á lungadeildinni, þetta vantar. Í staðinn fyrir að skipta um kúta á öllum deildum allan sólarhringinn, sem kostar ærið fé. Þetta er bara einu sinni keypt og er til í mörg, mörg ár,“ segir Pétur. Elfa Dröfn tekur hér á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á lungadeildina á Reykjalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kostuðu allar vélarnar? „Þrjár milljónir“. Ertu ekki stoltur af þessu verkefni? „Jú, það er alltaf gaman að gera eitthvað gott, mér líður vel í hjartanu þegar ég er búinn að gera eitthvað gott. Reykjalundur er himnaríki á jörðu, ég er búinn að segja það öllum, algjört himnaríki á jörðu,“ segir Pétur alsæll. Tækin í kössunum sínum tilbúin að fara í notkun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Reykjalundar og Landsspítalans ráða sér vart yfir kæti vegna gjafanna. „Þetta er bara rosalega vel að verki staðið. Við erum mjög ánægð og þakklát hér á lungnadeildinni á Reykjalundi,“ segir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Það er bara auðveldara að koma fólki á súrefnismeðferð þegar það þarf að nota litla vél en ekki stóra kúta, þannig að það mun breyta því að sjúklingarnir verða ánægðari,“ segir Elva. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Mosfellsbær Reykjavík Góðverk Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Afhending gjafanna fór fram á Reykjalundi en heiðurinn af þeim á Pétur H. Hansen, sem hefur nýtt sér þjónustu lungnadeildanna á Landspítalanum og Reykjalundi. „Mér var svo vel sinnt hérna og þetta var svo flott fólk að ég vildi þakka fyrir mig. Ég safnaði fyrir sex tækjum,“ segir Pétur staddur á Reykjalundi. Þetta er ótrúlega vel gert hjá þér, ertu ekki ánægður með þetta? „Ég veit það ekki en ég ætla bara að vona að ráðamennirnir taki sig nú til og kaupi svona tæki inn á allar stofur á lungadeildinni, þetta vantar. Í staðinn fyrir að skipta um kúta á öllum deildum allan sólarhringinn, sem kostar ærið fé. Þetta er bara einu sinni keypt og er til í mörg, mörg ár,“ segir Pétur. Elfa Dröfn tekur hér á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á lungadeildina á Reykjalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kostuðu allar vélarnar? „Þrjár milljónir“. Ertu ekki stoltur af þessu verkefni? „Jú, það er alltaf gaman að gera eitthvað gott, mér líður vel í hjartanu þegar ég er búinn að gera eitthvað gott. Reykjalundur er himnaríki á jörðu, ég er búinn að segja það öllum, algjört himnaríki á jörðu,“ segir Pétur alsæll. Tækin í kössunum sínum tilbúin að fara í notkun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Reykjalundar og Landsspítalans ráða sér vart yfir kæti vegna gjafanna. „Þetta er bara rosalega vel að verki staðið. Við erum mjög ánægð og þakklát hér á lungnadeildinni á Reykjalundi,“ segir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Það er bara auðveldara að koma fólki á súrefnismeðferð þegar það þarf að nota litla vél en ekki stóra kúta, þannig að það mun breyta því að sjúklingarnir verða ánægðari,“ segir Elva. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Mosfellsbær Reykjavík Góðverk Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira