Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2025 22:32 Hér er Guðný Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Landsspítalanum í Fossvogi að taka á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á spítalann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lungnadeild Landspítalans í Fossvogi og lungnadeild Reykjalundar var að berast höfðingleg gjöf frá skjólstæðingi deildanna en hann safnaði þremur milljónum króna og gaf deildunum sex ferðasúrefnistæki. Afhending gjafanna fór fram á Reykjalundi en heiðurinn af þeim á Pétur H. Hansen, sem hefur nýtt sér þjónustu lungnadeildanna á Landspítalanum og Reykjalundi. „Mér var svo vel sinnt hérna og þetta var svo flott fólk að ég vildi þakka fyrir mig. Ég safnaði fyrir sex tækjum,“ segir Pétur staddur á Reykjalundi. Þetta er ótrúlega vel gert hjá þér, ertu ekki ánægður með þetta? „Ég veit það ekki en ég ætla bara að vona að ráðamennirnir taki sig nú til og kaupi svona tæki inn á allar stofur á lungadeildinni, þetta vantar. Í staðinn fyrir að skipta um kúta á öllum deildum allan sólarhringinn, sem kostar ærið fé. Þetta er bara einu sinni keypt og er til í mörg, mörg ár,“ segir Pétur. Elfa Dröfn tekur hér á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á lungadeildina á Reykjalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kostuðu allar vélarnar? „Þrjár milljónir“. Ertu ekki stoltur af þessu verkefni? „Jú, það er alltaf gaman að gera eitthvað gott, mér líður vel í hjartanu þegar ég er búinn að gera eitthvað gott. Reykjalundur er himnaríki á jörðu, ég er búinn að segja það öllum, algjört himnaríki á jörðu,“ segir Pétur alsæll. Tækin í kössunum sínum tilbúin að fara í notkun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Reykjalundar og Landsspítalans ráða sér vart yfir kæti vegna gjafanna. „Þetta er bara rosalega vel að verki staðið. Við erum mjög ánægð og þakklát hér á lungnadeildinni á Reykjalundi,“ segir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Það er bara auðveldara að koma fólki á súrefnismeðferð þegar það þarf að nota litla vél en ekki stóra kúta, þannig að það mun breyta því að sjúklingarnir verða ánægðari,“ segir Elva. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Mosfellsbær Reykjavík Góðverk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Afhending gjafanna fór fram á Reykjalundi en heiðurinn af þeim á Pétur H. Hansen, sem hefur nýtt sér þjónustu lungnadeildanna á Landspítalanum og Reykjalundi. „Mér var svo vel sinnt hérna og þetta var svo flott fólk að ég vildi þakka fyrir mig. Ég safnaði fyrir sex tækjum,“ segir Pétur staddur á Reykjalundi. Þetta er ótrúlega vel gert hjá þér, ertu ekki ánægður með þetta? „Ég veit það ekki en ég ætla bara að vona að ráðamennirnir taki sig nú til og kaupi svona tæki inn á allar stofur á lungadeildinni, þetta vantar. Í staðinn fyrir að skipta um kúta á öllum deildum allan sólarhringinn, sem kostar ærið fé. Þetta er bara einu sinni keypt og er til í mörg, mörg ár,“ segir Pétur. Elfa Dröfn tekur hér á móti gjöfinni frá Pétri en þrjú tæki fara á lungadeildina á Reykjalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kostuðu allar vélarnar? „Þrjár milljónir“. Ertu ekki stoltur af þessu verkefni? „Jú, það er alltaf gaman að gera eitthvað gott, mér líður vel í hjartanu þegar ég er búinn að gera eitthvað gott. Reykjalundur er himnaríki á jörðu, ég er búinn að segja það öllum, algjört himnaríki á jörðu,“ segir Pétur alsæll. Tækin í kössunum sínum tilbúin að fara í notkun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Reykjalundar og Landsspítalans ráða sér vart yfir kæti vegna gjafanna. „Þetta er bara rosalega vel að verki staðið. Við erum mjög ánægð og þakklát hér á lungnadeildinni á Reykjalundi,“ segir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingu lungnasjúklinga á Reykjalundi. Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur? „Það er bara auðveldara að koma fólki á súrefnismeðferð þegar það þarf að nota litla vél en ekki stóra kúta, þannig að það mun breyta því að sjúklingarnir verða ánægðari,“ segir Elva. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Reykjalundur þjónar 20 sjúklingum á hverjum degi á lungadeildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Mosfellsbær Reykjavík Góðverk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira