Innlent

Faldi töflurnar í nammipoka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Misnotkun á ópíóðalyfjum á borð við Oxycontin hafa valdið mörgum ótímabærum dauðsföllum hér á landi sem erlendis undanfarin ár.
Misnotkun á ópíóðalyfjum á borð við Oxycontin hafa valdið mörgum ótímabærum dauðsföllum hér á landi sem erlendis undanfarin ár. vísir/vilhelm

Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum.

Maðurinn heitir Elmar Ernir Eiríksson og var handtekinn á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 13. september 2024 við komuna frá Varsjá í Póllandi. Í ferðatösku hans voru sælgætispokar sem innihéldu 2.217 Oxycontin-töflur, 80 milligramma töflur.

Elmar Ernir játaði brot sitt greiðlega hjá lögreglu og sömuleiðis að hafa ári síðar verið með fjórar MDMA-töflur á heimili sínu.

Með hliðsjón af fyrri brotum Elmars Ernis og játningu hans var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi auk þess sem efnin voru gerð upptæk.

Fjallað var um Oxycontin og ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás fyrir tæplega fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×