Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar 15. desember 2025 13:46 Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Róbert Ragnarsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef hitt marga borgarbúa undanfarnar vikur til að heyra hvaða væntingar þau hafa til Reykjavíkurborgar. Þær væntingar eru ekki svo flóknar. Að þjónustan virki og innviðir haldi utan um daglegt líf. Að fólk fái það sem það hefur borgað fyrir með sköttunum. Að sorp sé tekið, snjór ruddur, götulýsing kveikt og umferðin örugg. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgar sem er nútímaleg og vel rekin. Þegar þrjú umferðarslys verða á sama stað í Laugardalnum, á gatnamótum sem „eiga“ að vera rétt hönnuð samkvæmt bókinni, ætti það að vera merki um að eitthvað gangi ekki upp í raunheimum. Samt hafa svör borgarinnar verið á þá leið að ef staðlarnir segja að allt sé í lagi, sé engin þörf á breytingum. Slysatölurnar segja annað. Reynslan og raunveruleikinn á að ráða ferðinni, ekki ,,computer says no“. Staðlar og leiðbeiningar hjálpa til við að hanna örugg mannvirki og skipuleggja ferla. Þeir byggja á rannsóknum og reynslu og eru mikilvæg verkfæri í skipulagi og framkvæmd. Þeir eiga að styðja við góða ákvarðanatöku, ekki koma í stað hyggjuvits og reynslunnar. Hyggjuvitið kom með þrýstingi foreldra í hverfinu sem virðist hafa áhrif samkvæmt nýjustu fréttum. Annað dæmi eru gatnamótin við Höfðabakka. Þau voru ekki talin nægilega vel hönnuð samkvæmt leiðbeiningum, en reyndust virka vel í raun. Samt var ráðist í kostnaðarsamar breytingar sem fáir töldu þörf á. Árangurinn er hægari umferð og sóun á peningum. Íbúar hafa ekki þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Staðlar eru góðir þrælar en slæmir herrar. Þegar kerfið festist í „computer says no“ hugsun tapast sveigjanleikinn, og hið praktíska hyggjuvit sem þarf til að reka góða þjónustu og nýta peninga vel. Það er hlutverk stjórnmálafólks að finna góðar lausnir fyrir borgarbúa í samstarfi við sérfræðinga. Ég vil leiða öflugan hóp Viðreisnarfólks sem er tilbúinn í að gera nákvæmlega það. Að hlusta, aðlaga og taka bestu ákvörðunina fyrir hagsmuni borgarbúa. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc.og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun