Róbert Ragnarsson

Fréttamynd

Grindavíkurbær sinnir náttúru­vernd betur

Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjanesfólkvangur eða Reykja­nes Geopark

Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessa­staði

Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa.

Skoðun