Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2025 12:30 Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu snörp orðaskipti á Alþingi í morgun. Vísir/Ívar/Vilhelm Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi sendiherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um meint pólitísk afskipti ESB í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi og aðkomu utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands að kynningu ESB á kostum aðildar að sambandinu og undirbúningi að áframhaldandi viðræðum. Þar vísaði Ingibjörg til orða sem finna megi í skýrslu frá utanríkismálanefnd Evrópuþingsins um stefnu ESB gagnvart Norðurslóðum. Segir taugaveiklun ríkja innan Miðflokksins „Hvaða samskipti og upplýsingaskipti liggja hér að baki milli ESB og utanríkisráðherra? Er þessi texti í þessari skýrslu ESB hvað Ísland varðar með samþykki utanríkisráðherra? Ef ekki, hyggst þá utanríkisráðherra ekki gera formlega athugasemd við slíka áætlaða íhlutun af hálfu ESB? Eða hefur slíkri athugasemd þegar verið komið á framfæri?“ spurði Ingibjörg. Ingibjörg Davíðsdóttir var sendiherra áður en hún tók sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn.aðsend Þorgerður Katrín brást við í fyrra svari sínu með því að ítreka að utanríkisstefna Íslendinga væri mótuð af Íslendingum. Sömuleiðis hafi hún sjálf engin áhrif á það hvað er sagt í skýrslum á vegum stofnana ESB. Hún hafi átt mörg samtöl við fulltrúa ESB og stofnanir þess og það væri alveg á hreinu að umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla væri innlent ferli sem sambandið hafi enga aðkomu að. Það sé ekkert nýtt að utanríkisráðherra hitti og eigi samtöl við fulltrúa annarra ríkja og stofnana og hún muni ekki hætta því þrátt fyrir „einhverja taugaveiklun innan raða Miðflokksins,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Mér finnst alltaf áhugavert í öllum þessum fyrirspurnum og þessari hysteríu af hálfu Miðflokksins að þá er alltaf þessi ótti við þjóðina. Það er eins og það eigi að gera allt til þess að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi sér stað. Það er alveg ljóst, þessi ríkisstjórn hún treystir þjóðinni fyrir þessu mikilvæga skrefi og hún á ekki að hlusta og ætlar ekki að hlusta á einhverja hysteríu af hálfu stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður. Ekki sé hægt að styrkja óstofnuð samtök Í síðari fyrirspurn sagði Ingibjörg Þorgerði vera með óþarfa æsing vegna spurningarinnar, og spurði næst um ferlið vegna ákvörðunar stjórnvalda um að veita tveimur félagasamtökum styrk til að efla umræðu frá báðum hliðum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þrenn samtök fá framlag. Evrópuhreyfing Viðreisnar og Heimssýn, 10 milljónir hvor. Fimm milljónir fær Vísindavefur Háskóla Íslands og mig langar að spyrja um ferlið. Hvernig voru þessi samtök valin? Var auglýst? Hvað sóttu margir um? Er hægt að sjá lista yfir umsóknir? Og hvað með önnur eða óstofnuð samtök? Hvers eiga þau að gjalda? Hefði ekki verið nær að bíða með þetta eða jafnvel að hafa til hliðsjónar ferlið sem viðhaft var 2011?“ spurði Ingibjörg. Ráða má af svari Þorgerðar við þessum spurningum Ingibjargar að styrkirnir hafi ekki verið auglýstir. „Þessi styrkveiting er í samræmi við meðal annars ákvörðun um framlög til upplýsinga varðandi aðdraganda að þjóðaratkvæðagreiðslunni og það er bara einfaldlega þannig að utanríkisráðuneytið er ekki að veita styrki til óstofnaðra samtaka. Það er ekki þannig. Þannig að við þurfum að koma þessu út. Það liggur fyrir að það er hér Evrópuhreyfing starfandi, síðan er Heimssýn starfandi. Það er bara eðlilegt að í þessu skrefi sé verið að veita þeim þetta tæki, meðal annars til þess að draga fram þeirra málstað,“ sagði Þorgerður. „Ég óttast ekki þjóðina eins og Miðflokkurinn“ Aftur vék hún máli að því sem Ingibjörg hafði sagt um meint afskipti ESB af innanríkismálum Íslendinga. „Það er þungt í mér,“ sagði Þorgerður. „Það er verið að brigsla mér upp það, að hvort sem það eru erlendar stofnanir eða erlend ríki, hafi einhver áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Hvers konar della er þetta? Hvað er verið að væna mann hér um? Enn og aftur segi ég, mér finnst hann merkilegur þessi undirliggjandi ótti Miðflokksins við þjóðina sjálfa. Það er þjóðin sjálf sem tekur ákvörðun um næsta skref og þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun sem þjóðin fær og hún mun standa undir því. Ég óttast ekki þjóðina eins og Miðflokkurinn,“ sagði Þorgerður. Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi sendiherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um meint pólitísk afskipti ESB í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi og aðkomu utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands að kynningu ESB á kostum aðildar að sambandinu og undirbúningi að áframhaldandi viðræðum. Þar vísaði Ingibjörg til orða sem finna megi í skýrslu frá utanríkismálanefnd Evrópuþingsins um stefnu ESB gagnvart Norðurslóðum. Segir taugaveiklun ríkja innan Miðflokksins „Hvaða samskipti og upplýsingaskipti liggja hér að baki milli ESB og utanríkisráðherra? Er þessi texti í þessari skýrslu ESB hvað Ísland varðar með samþykki utanríkisráðherra? Ef ekki, hyggst þá utanríkisráðherra ekki gera formlega athugasemd við slíka áætlaða íhlutun af hálfu ESB? Eða hefur slíkri athugasemd þegar verið komið á framfæri?“ spurði Ingibjörg. Ingibjörg Davíðsdóttir var sendiherra áður en hún tók sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn.aðsend Þorgerður Katrín brást við í fyrra svari sínu með því að ítreka að utanríkisstefna Íslendinga væri mótuð af Íslendingum. Sömuleiðis hafi hún sjálf engin áhrif á það hvað er sagt í skýrslum á vegum stofnana ESB. Hún hafi átt mörg samtöl við fulltrúa ESB og stofnanir þess og það væri alveg á hreinu að umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla væri innlent ferli sem sambandið hafi enga aðkomu að. Það sé ekkert nýtt að utanríkisráðherra hitti og eigi samtöl við fulltrúa annarra ríkja og stofnana og hún muni ekki hætta því þrátt fyrir „einhverja taugaveiklun innan raða Miðflokksins,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Mér finnst alltaf áhugavert í öllum þessum fyrirspurnum og þessari hysteríu af hálfu Miðflokksins að þá er alltaf þessi ótti við þjóðina. Það er eins og það eigi að gera allt til þess að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi sér stað. Það er alveg ljóst, þessi ríkisstjórn hún treystir þjóðinni fyrir þessu mikilvæga skrefi og hún á ekki að hlusta og ætlar ekki að hlusta á einhverja hysteríu af hálfu stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður. Ekki sé hægt að styrkja óstofnuð samtök Í síðari fyrirspurn sagði Ingibjörg Þorgerði vera með óþarfa æsing vegna spurningarinnar, og spurði næst um ferlið vegna ákvörðunar stjórnvalda um að veita tveimur félagasamtökum styrk til að efla umræðu frá báðum hliðum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þrenn samtök fá framlag. Evrópuhreyfing Viðreisnar og Heimssýn, 10 milljónir hvor. Fimm milljónir fær Vísindavefur Háskóla Íslands og mig langar að spyrja um ferlið. Hvernig voru þessi samtök valin? Var auglýst? Hvað sóttu margir um? Er hægt að sjá lista yfir umsóknir? Og hvað með önnur eða óstofnuð samtök? Hvers eiga þau að gjalda? Hefði ekki verið nær að bíða með þetta eða jafnvel að hafa til hliðsjónar ferlið sem viðhaft var 2011?“ spurði Ingibjörg. Ráða má af svari Þorgerðar við þessum spurningum Ingibjargar að styrkirnir hafi ekki verið auglýstir. „Þessi styrkveiting er í samræmi við meðal annars ákvörðun um framlög til upplýsinga varðandi aðdraganda að þjóðaratkvæðagreiðslunni og það er bara einfaldlega þannig að utanríkisráðuneytið er ekki að veita styrki til óstofnaðra samtaka. Það er ekki þannig. Þannig að við þurfum að koma þessu út. Það liggur fyrir að það er hér Evrópuhreyfing starfandi, síðan er Heimssýn starfandi. Það er bara eðlilegt að í þessu skrefi sé verið að veita þeim þetta tæki, meðal annars til þess að draga fram þeirra málstað,“ sagði Þorgerður. „Ég óttast ekki þjóðina eins og Miðflokkurinn“ Aftur vék hún máli að því sem Ingibjörg hafði sagt um meint afskipti ESB af innanríkismálum Íslendinga. „Það er þungt í mér,“ sagði Þorgerður. „Það er verið að brigsla mér upp það, að hvort sem það eru erlendar stofnanir eða erlend ríki, hafi einhver áhrif á utanríkisstefnu Íslands. Hvers konar della er þetta? Hvað er verið að væna mann hér um? Enn og aftur segi ég, mér finnst hann merkilegur þessi undirliggjandi ótti Miðflokksins við þjóðina sjálfa. Það er þjóðin sjálf sem tekur ákvörðun um næsta skref og þetta er gríðarlega mikilvæg ákvörðun sem þjóðin fær og hún mun standa undir því. Ég óttast ekki þjóðina eins og Miðflokkurinn,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira