Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 14:02 Fjöldi fólks fer til Svíþjóðar í sérgreinanám en flytur svo aftur til Íslands til að vinna á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór. Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór.
Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira