Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 21:32 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök. Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta. Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent