Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:57 Ársæll hefur verið skólastjóri í Borgarholtsskóla frá árinu 2016. Vísir Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent