Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. nóvember 2025 23:15 Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira